23.11.2008 | 00:31
Allir sparifjáreigendur fá peningana sína. Burt með spillingarliðið
Bretarnir, Hollendingarnir og Þjóðverjarnir fá sína peninga til baka. Og hver á að borga fyrir það? Náttúrulega við Íslendingar, sem margir hverjir hafa tapað öllum sínum sparnaði og fá það aldrei endurgreitt. Er þetta ekki dæmigert fyrir Íslensk stjórnvöld í dag, bjarga öllum heiminum. En láta skrílinn, mig þar á meðal borga. Við hinn íslenski skríll erum nógu góð til þess að skuldsetja okkur upp í rjáfur, það endar með því að við verðum öll á götunni vegna forgangsröðunar stjórnarinnar. Ég sé fram á tíma þar sem ég og börnin mín eigum ekki fyrir mat, eða afborgunum af lánunum sem eru eingöngu tekin til þess að fjármagna íbúðarkaup.. Það eru svartir tímar framundan. Ein svartsýn.
Þjóðverjar lána Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Varstu á fundinum í dag?
Hólmdís Hjartardóttir, 23.11.2008 kl. 00:37
Að sjálfsögðu var ég þar, en ég hitti engann sem ég þekkti, nema litla bróður minn
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.11.2008 kl. 00:39
Verðum við ekki bara að reyna að lifa í núinu? Fortíðin er liðin, framtíðin er óljós en núið er ágætt
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 23.11.2008 kl. 01:45
Í núinu er allt í lagi ennþá, en ég kvíði framtíðinni. Sem ég hef aldrei áður gert
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.11.2008 kl. 01:56
How I wish your Government would get it's head in gear and bring in a Law to freeze the assets of the so called "utrasavikingur"......Private Jets, Yachts, Football clubs......It would be justice if the men that put you where you are had to pay their debts. It would also be a good idea to put a few Bank Directors in jail under a "suspected embezelment of fund" as well...
From the british tax payers whose money was used to fund your " Utrasavikingur" debts..Now your money is also being used to pay for their debts.... We have no problem with the Icelandic Public...You are our friends, not our enemy....Just lets get the gangsters who brought this about! Please!
Good luck Iceland....I hope it all works out well for you. Best regards from a rather cold UK.........
Eirikur , 23.11.2008 kl. 04:19
Þú ættir nú að heyra í elsta barna barninu þínu þegar hann var að horfa á spaugstofuna með mér í gær og komst að því að það væri búið að skuldsetja öll börn á íslandi, hann var sko ekki sáttur við það. hehe
Kolbrún Sara Ósk Kristinsdóttir, 23.11.2008 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.