Klipping

Á fimmtudaginn var fór ég í klippingu á stofu, á Grandavegi 47  mig minnir að stofan heiti Hár Grand þar borgaði ég 3.500 krónur fyrir snoðun.  Klipparinn notaði að vísu skæri til þess að klippa mig knall stutt, en samt fannst mér þetta dýr klipping.  Síðast borgaði ég 1500 fyrir snoðun en þá voru skæri ekki notuð, bara bartskeri.  Klippingin tók tæpar 20 mínútur.  Ég er samt mjög ánægð með klippinguna.  Svo fór ég með afmælsigjöf til vinkonu minnar í Finnlandi í póst sama dag, ég var nú hálf hissa hversu lítið það kostaði.  Ég sendi henni Íslenska DVD bíómynd og smá íslenskt sælgæti.  Póstburðargjaldið, þar var innifalið umslag með bóluplasti kostaði aðeins 520 krónur, umslagið kostaði 110 krónur.  Ég hef oft sent minni pakka til Finnlands og borgað meira fyrir það.  W00t  Ein stutthærð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Heyrðu addna .. ég hefði sko snoðað þig í hvelli ef þú hefðir komið bara í kaffisopa til mín ... og alveg frítt!

Ég man að ég sendi tvo pakka fyrir líklega tveim árum eða svo - annar til Spánar en hinn Austur á Kárahnjúka ... það kostaði næstum því helmingi meira að senda pakkann austur en til Spánar.

En, knúserí og til lukku með stutta hárið rúsínan mín!

Tiger, 23.11.2008 kl. 02:18

2 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

5 dagar mamma úúúúú að ég sjái þig eiginlega 6 samt en sóóó

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 23.11.2008 kl. 23:28

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk takk fyrir mig elsku Jóna Kolbrún mín  Sleepingog góða nóttina mín kæra

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:37

4 Smámynd: Landi

Ég segji það sama og Tiger,það hefði ekki kostað Kr hjá mér og þú hefðir fengið fullt af kaffi með

Landi, 24.11.2008 kl. 12:03

5 Smámynd: Linda litla

Fullt af snoðboðum á þig Jóna mín. Ég hefði getað snoðað þig líka, hef snoðað ansi marga hausa um ævina.

Það er bara alveg rosalega dýrt að láta klippa sig í dag, það hefur hækkað mikið á stuttum tíma, enda er hárið á mér út í loftið, mig vantar klippingu, en hef ekki ráð á því núna a.m.k.

Hafðu það gott.

Linda litla, 24.11.2008 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband