Kvótakóngar vilja kaupa tryggingarfélag. Burt með spillingarliðið

Það er gott að kvótakóngarnir í Samherja eru aflögufærir, snara út 42 milljörðum eins og að drekka vatn.  Finnst fólki þetta í lagi?  Mér er stórlega misboðið.  Þegar maður er að velta fyrir sér hverri krónu og reyna að spara eins og hægt er.  Eru aðrir aflögufærir, um milljarðatugi.  Ætli hann Jón Ásgeir viti af þessu eða Björgúlfur?  Ætla þeir ekki að skella sér á þetta tryggingarfélag?  Á barnum hjá mér í kvöld var lítið annað rætt en kreppuna sem er komin, hverjir ættu sökina og svo var spurning dagsins þar " á ekki að sækja útrásarbarónana til saka"  og " afhverju hugsa íslensk stjórnvöld ekki um okkur íslendingana"  við megum líklega éta það sem úti frýs.  Svo eru fyrrverandi bankastjórar að huga að kaupum á Kaupþing banka í Lúxemborg, á ekki að stoppa þessa menn af?  Nei það verður ekkert gert, enginn kærður, allt látið fara til fjandans áður en eitthvað verður gert til þess að láta þessa útrásarbaróna og hjálparkokkana þeirra íslensk stjórnvöld svara til saka.  Mér er heitt í hamsi
mbl.is 42 milljarðar kr. fyrir TM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jóna.

Ég er kjaftstopp,þangað til á morgunn.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 03:30

2 Smámynd: jósep sigurðsson

sæl langaði bara að benda þér á,að Jón Ásgeir á TM.(Stoðir)

jósep sigurðsson, 24.11.2008 kl. 09:45

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Þetta var nú svolítið kjánaleg spurning hjá mér.  Er Jón Ásgeir ekki með puttana í öðruhverju fyrirtæki á Íslandi

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.11.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband