4.12.2008 | 03:04
Í lausu lofti
Undanfarnar vikur hefur mér fundist ég vera í lausu lofti og hef ég misst trúna á stjórnvöld. Ég er í lausu lofti og finnst mér stjórnmálamennirnir, seðlabankastjórarnir og seðlabankastjórnin, fjármálaeftirlitið og ýmsir "stórkarlar" hérna á Íslandi hafa svikið mig. Ég hef upplifað gríðarlegar hækkanir á matvöru, lyfjum og ýmsum nauðsynjavörum, ekki hafa launin mín hækkað um eina krónu á þessu tímabili. Ég las í dag grein eftir einhvern hagfræðing í DV, ég man ekki nafnið á honum og var hann að ráðleggja skuldsettu fólki að hætta að borga af lánunum og leggja peninginn inn á bankareikninga og safna í staðinn. Hversvegna að borga og tapa á því, lánin hækka daglega og íbúðaverðið lækkar daglega. Ég er ekki svo skuldsett að það geti borgað sig fyrir mig að hætta að borga, en ég skil vel að fólk sem nýlega hefur keypt íbúðir hætti að borga, það er tilgangslaust að borga. Lánin hækka bara og hækka, og eignin rýrnar á móti. Ef kjósa ætti í vor þyrfti nýtt framboð að koma fram, þar sem venjulegt fólk væri í forsvari. Fólk sem er ekki tengt spillingarliðinu, en hvar er það að finna? Ég held að sú manneskja eða flokkur sem ég gæti hugsað mér að kjósa þyrfti að hafa réttsýni og heiðarleika að að leiðarljósi og engin tengsl við gömlu valdaklíkuna, seðlabankann og bankana. Svo er ég alfarið á móti inngöngu í ESB, það mætti ekki vera á stefnulista framboðsins.
Ein sem er villt í frumskógi spillingar og valdafíknar
Athugasemdir
æ við erum öll í lausu lofti. Það er búið að kippa fótunum undan okkur
Hólmdís Hjartardóttir, 4.12.2008 kl. 03:16
kasta á þig knúsi úr lausu lofti
Solla Guðjóns, 4.12.2008 kl. 11:15
Sigrún Jónsdóttir, 4.12.2008 kl. 11:48
Hagfræðingurinn heitir Guðmundur Ólafsson, og það er alveg mark takandi á honum. Endilega að ráðfæra þig við einhvern hvort það er þess virði að reyna að borga. Eins og Guðmundir og fleiri hafa bent á þá er það fólki um megn að reina.
Rannveig H, 4.12.2008 kl. 12:14
Guðmundur er fínn. Það er bara eitt í þessu. Flestir þeir sem eru ekki að borga af sínu núna eru atvinnulausir og geta því heldur ekki lagt fyrir. Þessir peningar eru einfaldlega ekki til.........
Þetta eru erfiðir tímar Baktus bróðir.........
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.12.2008 kl. 19:32
Á ég að kasta til þín akkeri??
Ekki vil ég að þú fjúkir burt
Einar Örn Einarsson, 4.12.2008 kl. 23:10
flott færsla hjá þér og ég er svo sammála! En varstu ekki að tala um einhverntíman að þú værir ekki pólitísk?
Sigrún Óskars, 4.12.2008 kl. 23:40
Ég er ópólitísk, ég veit ekki hvað ég á að kjósa næst
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.12.2008 kl. 00:49
Þakka góðan pistil sem tekur upp margt sem liggur á fólki nú. Mínar mánaðar-greiðslur hafa lækkað í krónutölu frá sam tíma í fyrra - eru lífeyrir. Ég tilheyri fyrir-verðtryggingar-kynslóð og er því miklu betur stödd en þeir sem verðtrygging með okurvöxtum er nú að færa í kaf. Vanmáttug, fáfróð og hálaunuð stjórnvöld virðast bara alls ekki skilja að verðtryggingin er banvæn fyrir þjóðina.
Hlédís, 5.12.2008 kl. 05:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.