6.12.2008 | 02:20
Ef ég nenni
Á morgun er ætlunin að fara að kaupa jólagjafirnar, ef ég nenni. Svo ætla ég að mæta á mótmælafundinn, því nenni ég. Ég hef verið hálf slöpp undanfarna daga, það er einhver þreyta og slen sem er að þjá mig. Ég ætla samt að reyna að vera dugleg um helgina, þrátt fyrir slenið. Kannski er þetta kreppuslen, eða kannski bara venjuleg þreyta
Dóttir mín og tveggja ára barnabarn mitt hafa verið hérna hjá mér síðan á laugardaginn var. Þau ætla að vera hérna hjá mér framyfir áramótin. Kannski er þetta bara aldurinn sem er að plaga mig. Ég ætla allavega að reyna að vera dugleg á morgun, og klára jólagjafakaupin þetta árið. Ég þarf að spara og finna ódýrari jólagjafir en í fyrra, það er ekki vandamál þar sem ég er frekar hagsýn húsmóðir. Það er bara vandamál að finna dót sem börnin mín og foreldra vantar. Svo eiga allir sem eiga heimangengt að mæta á mótmælafundinn á Austurvelli á morgun klukkan 15.00
Athugasemdir
Held mig nálægt Nasa
Hólmdís Hjartardóttir, 6.12.2008 kl. 02:31
Jóna, þetta kann svo sem að vera kreppukvef, jafnvel kreppusótt. Hitt er að ég sá að Hólmdís og þú voru sama dag að segja frá lasleika. Ég skrifaði innblásna athugasemd við þetta hjá þér, en púfff... það hvarf og ég nennti ekki að sýna hæfileika mína AFTUR.
Það eru mjög margir, t.d. ég og þið, með allskyns slenpestir. Asnalegan lasleika, hvorki heill né almennilega veikur.
Hef ekki farið út úr húsi í 2 sólarhringa fyrr en ég átti ekki mjólk í kaffið í kvöld.
Fer venjulega í sund næstum daglega en hef ekki þorað undanfarna daga. Nenni ekki að fá alvöru veikindi. Pæli samt í að fara á morgun, það er betra að fara að gera það upp við sig hvort maður sé heill, hálfur eða núll
Mótmæltu smá aukalega fyrir mig :)
Beturvitringur, 6.12.2008 kl. 03:24
Ég hallast frekar að kreppusóttinni þar sem ég er ekki kvefuð
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.12.2008 kl. 03:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.