Ætli einkavinavædd rannsóknarnefnd skili árangri?

Það á greinilega ekki að skipa óháða rannsóknarnefnd, stjórnin ætlar að hafa stjórn á öllu.  Hvernig er það annars með bankaleyndina, geta ekki allir sem rannsakaðir verða borið fyrir sig bankaleyndinni.  Þarf ekki að létta bankaleyndinni af svo allur hroðinn komi upp á yfirborðið?  Vonandi verður alvöru rannsóknarnefnd, óháð öllum hagsmuna aðilum. Erlend rannsóknarnefnd er sú eina sem ekki getur verið háð einkavinum, ætttingjum og flokksfélögum. 

Ég mætti á mótmælafundinn í gær, með þremur dætrum mínum.  Mér varð ekki kalt, ekki heldur frumburðinum og litlu mömmunni minni.  Sú 18 ára var illa búin, ekki klædd fyrir mótmælafund í frosti og kulda.  Við fengum okkur kaffi og vöfflur eins og undanfarna 4 laugardaga hjá Vinstri grænum.  Kaffið þeirra og vöfflurnar bragðast alveg ágætlega eftir mótmælafundina.  Ein mótmælaglöð, sem treystir ekki stjórninni. 


mbl.is Samstaða um rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sá ykkur ekki

Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband