20.12.2008 | 00:18
Dapurleg staðreynd.
Ég hef verslað við Bónus frá opnun fyrstu verslunarinnar, ég veit líka hvernig hann Jóhannes hefur náð þessu lága verði. Ég vinn á bar, það er ódýrara fyrir okkur að kaupa gosið í Bónus heldur en frá framleiðanda, það er líka ódýrara að kaupa flestar vörur í bónus heldur en í Gripið og Greitt, sem er eða var heildsala. Þetta eru skrýtnir verslunarhættir að ódýrara sé að versla við verslun heldur en heildsölur og framleiðendur. Einhversstaðar er pottur brotinn.
Dapurleg jólagjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við vitum ýmislegt sem erum jarðtengd. Ein skýring gæti verið sú að sá sem selur hefur ekki aðgang að ofurlánafyrirgreiðslu frá banka. Þá telur seljandinn að ef hann uppfylli ekki "afsláttarformúlur" kaupanda að margar dyr geti lokast. Hann missi minnst helming sölu sinnar og verði að segja upp minnst helmingi starfsfólks. Halda áfram að borga af öllum lánum vegna síns rekstur og eiga kannski lengi útistandi við Kaupandi og hina sem honum fylgja.
Þess vegna væri kannski langbest að seljandi seldi sér allt sjálfur ?
Júlíus Björnsson, 20.12.2008 kl. 01:02
Hann gæti þá fengið afslátt af að kaupa þrotabúið.
Júlíus Björnsson, 20.12.2008 kl. 01:03
Þetta eru ekki góðir verslunarhættir að undirbjóða og hóta að hætta að versla við viðkomandi heildsölu/framleiðanda. Í verslun sem er ráðandi á markaðinum
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.12.2008 kl. 01:22
Ég held að það sé búið að hafa okkar að fíflum í mörg herrans ár
Sjáumst á morgun
Sigrún Jónsdóttir, 20.12.2008 kl. 01:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.