Verðbólga er svarið við þessari innspýtingu

Að dæla 5,5 milljörðum evra inn í hagkerfið hérna hlýtur að virka svipað og prentun á peningum. Þar sem engin verðmæti koma á móti.  Verðbólgan þýtur af stað og skuldir heimilanna aukast.  Verðgildi fasteigna okka rýrna og útrásarbarónarnir hljóta að fá fullt af þessum peningum til þess að kaupa gjaldþrota eignir.   Þetta er ekki gott, og börnin okkar þurfa að borga reikninginn.  Þessi ofurlán frá AGS og norðurlöndunum koma niður á lífskjörum okkar, og afkomendum okkar næstu áratugina.  Ég var algjörlega á móti þessu láni frá AGS, frekar hefði ég viljað reyna allar aðrar leiðir til þess að reyna að bjarga okkur.  Meira að segja að segja okkur úr EES.  Burt með spillingarliðið.
mbl.is 5,5 milljarða innspýting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Er ekki hægt að setja lög um eignaupptöku hjá þessum mönnum sem sannanlega hafa rúið almenning. Eignir þeirra eiga að ganga uppí skuldir sem margar hverjar hafa orðið til fyrir þeirra tilstuðlan.

Gat ekki sofnað, þess vegna er ég hérna aftur : (

Beturvitringur, 22.12.2008 kl. 02:52

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Auðvitað á að sækja þær eignir sem hægt er að sækja frá þessum útrásarbarónum.  Það á að leggja kapp á það að láta þá sæta eignaupptöku í stórum stíl. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.12.2008 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband