Aðfangadagur á stóru heimili.

Minn aðfangadagur byrjar yfirleitt á því að ég vakna og fæ mér morgunverð, svo er farið í eldamennsku dagsins.  Það er byrjað á því að elda jólasúpuna, hana hef ég eldað öll mín ár sem húsmóðir þ.e.a.s 29 ár.  Jólasúpan er uppbökuð rjómalöguð Rósakálssúpa, ég byrja yfirleitt á henni um hádegi og nota stóra pottinn minn við eldamennskuna.  6 lítrar af jólasúpu, duga oft fram yfir miðjan dag á jóladag.  Með þessum 6 lítrum af jólasúpu eru borðuð ógrynni af smábrauðum og snittubrauðum.  Öll börnin mín elska þessa frábæru jólasúpu, hún er náttúrulega uppskrift frá mömmu minni sem eldaði svipaða jólasúpu þegar ég var ennþá heima.  W00t   Ein þreytt sem er að fara að sofa, meira af aðfangadeginum mínum á morgun

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

gaman að þessum jólasiðum!

Maður er ekkert nema vaninn og nefið um jólin

Hólmdís Hjartardóttir, 22.12.2008 kl. 07:55

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek undir með Hólmdísi, gaman að þessu

Sigrún Jónsdóttir, 22.12.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég og mín kæra fjölskylda viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum árið sem er að líða.....Jólakveðja

 Linda og Fjölskylda :):):):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.12.2008 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband