Jólamaturinn í ár verður sá sami og í fyrra

Á aðfangadag elda ég jólasúpu, sem er alveg æðisleg.  Aðalrétturinn í ár verður sá sami og var í fyrra.  Nauta mínútusteik með kartöflum, gulrótum, maískornum og Bernaise sósu.  Ég keypti nautalund á fimmtudaginn var og verður hún ábyggilega mjúk og fín steik.  Í eftirrétt verður einhver ís með ávöxtum, ég er ekki ennþá búin að kaupa ísinn.  Ég varð að skipta um aðalrétt á aðfangadagskvöld vegna sonar míns hann borðaði aldrei með okkur þegar ég var með lambahrygginn með rjómasveppasósunni.  Þá borðaði hann bara súpu og brauð.  Okkur þykir öllum nautasteik með bernaise sósu æðisleg, svo ég ákvað að skipta um jólamat svo við gætum öll borðað saman. 

Á aðfangadagskvöld milli 9 og 10 þegar maturinn er farinn að sjatna í okkur og allir pakkarnir uppteknir fæ ég gesti.  Þá koma forledrar mínir, bróðir, systur, þeirra menn börn og barnabörn.  Og líka mín brottfluttu börn og barnabörn og allir sem vilja koma í Súkkulaði með rjóma og smákökur.  Yfirleitt er mjög fjölmennt hérna um kvöldið.  Í fyrra bjó ég til 4 lítra af súkkulaði og þeytti 1 lítra af rjóma og það kláraðist allt og nokkrar smákökur líka.  Sem betur fer er fólk ekki svangt þegar það kemur í súkkulaðið.  En það er alltaf gaman að hitta alla, og óska gleðilegra jóla.  Og taka myndir af öllum. 

Ein Jólakona


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég er forfallið jólabarn

Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 03:36

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Glæsilegur matseðill.  Gaman þegar margir koma saman, yndisleg jólastemming

Sigrún Jónsdóttir, 23.12.2008 kl. 11:07

3 Smámynd: Ragnheiður

Gleðileg jól og takk fyrir bloggvináttu á árinu 2008

Ragnheiður , 23.12.2008 kl. 11:26

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég og mín kæra fjölskylda viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum árið sem er að líða.....Jólakveðja

 Linda og Fjölskylda :):):):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.12.2008 kl. 20:43

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Óska þér og þínum gleðilegra jóla.
Kær kveðja
Solla G (ollasak)

Solla Guðjóns, 23.12.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband