Til fánans og okkar Íslendinga

Rís þú unga Íslands merki,

upp með þúsund radda brag.

Tengdu' í oss að einu verki

anda, kraft og hjartarlag.

Rís þú, Íslands stóri, sterki

stofn, með nýjan frægðardag.

Skín þú, fáni, eynni yfir

eins og mjöll í fjallahlíð.

Fangamarkið fast þú skrifir

fólks í hjartað ár og síð.

Munist, hvar sem landinn lifir,

litir þínir alla tíð.

 

Einar Benediktsson

 

Mér datt þetta ljóð í hug, rétt áðan og fann það á netinu.  Á það ekki bara ágætlega við í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

jú Jóna...á sennilega aldrei betur við en í dag  Einar var náttúrulega snillingur og stundum svo langt á undan sinni samtíð.

Sigrún Jónsdóttir, 29.12.2008 kl. 07:56

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sannarlega vel við hæfi

Hólmdís Hjartardóttir, 29.12.2008 kl. 08:04

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Gleðilegt nýtt ár

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.12.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband