Mótmælafundurinn í dag

Ég mætti á mótmælafundinn ásamt dóttur minni, við hittum minn fyrrverandi eiginmann og stóðum við saman á fundinum.  Rétt fyrir aftan okkur stóð maður með skilti og einhversskonar sund/skíðagleraugu og truflaði hann fundinn mikið þegar hann fór að hrópa.  Hans hróp snerust um það að Hörður Torfa væri ekki með rödd fólksins, hann væri ekki að sameina.  Heldur sundra fólkinu, mér fannst hróp mannsins frekar skrítin.  Mér hætti að standa á sama, ljósmyndara dreif að til þess að mynda manninn.  Svo fannst mér ekki við hæfi að þessi litla stúlka fengi að flytja sitt ávarp á þessum fundi.  Annars var fundurinn góður og mér fannst vera mikið fjölmenni þar, og veðrið var alveg frábært. 
mbl.is Mótmælt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæl Jóna.

Ég tek undir það með þér að ávarp barnsins vakti með mér óþægindatilfinningu.

Framkoma þessa manns sem þú lýsir er líka afar undarleg. Sá óþægilegi grunur læðist að manni að menn séu farnir að nota ástandið í samfélaginu sem yfirskin til að fá útrás fyrir annarlegar hvatir.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 4.1.2009 kl. 00:03

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Mér fannst stelpan vera með eina bestu ræðu sem fram hefur verið sett á þessum fundum. Börn geta ekki kosið og hafa því aðeins mótmælarétt. Mér fannst gott hjá Röddum fólksins að gefa henni nokkrar mínútur í púlti.

Héðinn Björnsson, 4.1.2009 kl. 00:50

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ávarp stelpunnar var ekki slæmt, en mér fannst ekki rétt að leyfa henni að tala þarna.  Það eru kannski aðrir staðir þar sem hún hefði getað komið skoðunum sínum, ef þær eru hennar annarsstaðar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.1.2009 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband