Hryðjuverka athugasemdir á blogginu.

Ég er búin að lesa mörg blogg í dag og undanfarna daga og undrast ég það hvað hann Ástþór er athafnasamur við það að skrifa athugasemdir á næstum hverja færslu sem ég hef lesið.  Ég hef ekki áhuga á því að þessi maður auglýsi sig á mínu bloggi og hef ég bannað hann og eytt athugasemdinni sem hann  "eða einhver á hans vegum"setti inn hjá mér áðan.  Ég hef ekki trú á því að maðurinn sjálfur nenni að sitja 24/7 og skrifa athugasemdir við blogg ýmissa misviturra bloggara W00t    Ég allavega bannaði manninn og vona ég að ekki dælist yfir mig óteljandi athugasemdir, vegna þess.  Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé ástæðu til þess að banna bloggara á mínu bloggi, ég er ekki auglýsandi fyrir hann.  Ein reið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Veistu að ég er ekkert hrædd við skrif Ástþórs. Við þekkjum hann og vitum hvernig hann er. Það eru hinir sem við þekkjum ekki og munu aldrei koma undir nafni sjálfviljugir sem ég er hræddari við. En auðvitað sjálfsagt mál að taka út allar athugasemdir sem við erum ekki ánægð með.Þetta síður eru jú okkar og við ráðum hvað við viljum hafa þar inni.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 4.1.2009 kl. 00:33

2 identicon

Sæl Jóna.

Ég get allveg skilið þig. Og mundu það að þetta er síðan þín og á þína ábyrgð. 

Gott hjá þér.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:41

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hræðist engann, en ég vil ekki auglýsa manninn.  Hann er athyglissjúkur að mínu mati. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.1.2009 kl. 00:42

4 Smámynd: Kolbrún Sara Ósk Kristinsdóttir

Ertu enn vakandi? Langaði bara að segja þér að sonur minn var ekkert að ljúga að þér þegar hann hringdi í dag í þig!!

Kolbrún Sara Ósk Kristinsdóttir, 4.1.2009 kl. 02:01

5 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég hef einmitt séð þetta frá Þessum manni. Hann gerir copy and paste og setur heilu bloggfærslurnar inní athugasemdarkerfið hjá fólki. Skil vel að þú takir hann út - ég myndi líka gera það

kveðjur frá mér

Sigrún Óskars, 4.1.2009 kl. 10:05

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Kallinn hefur ekki ratað inn hjá mér.En það hefur komið fyrir að "andans"menn hafa sett klausur.......ég hef látið það kyrt liggja því allir sem þekkja  mig vita að ég er ekkert að garfast í svoleiðis málum.

En ég þekki Ástþór ekkert nema af fréttum og afspurn og get sagt þér að ég myndi gera það sama og þú. 

Solla Guðjóns, 4.1.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband