10.1.2009 | 01:59
Að taka þátt í mótmælum
Það er mitt val að mæta á mótmælafundina sem haldnir eru á Austurvelli á hverjum laugardegi klukkan 15.00. Ég hef ekki ennþá tekið þátt í mótmælum þar sem aðgerðasinnar mótmæla. En núna er mælirinn að fyllast hjá mér, spillingin og óráðssían er miklu meiri en ég hafði ímyndað mér. Ég mun samt aldrei taka þátt í ofbeldi eða skemmdarverkum, en táknrænar aðgerðir eins og hafa verið undanfarna daga höfða meira til mín. Eins og fótboltinn í Landsbankanun og blóma-afhendingin til skattstjórans og bankastjóra Nýja Kb bankans. Þannig aðgerðir eru til fyrirmyndar að mínu mati. Vonandi hitti ég bloggvinina mína á mótmælafundinum á morgun, og kannski einhverja vini eða kunningja. Sjáumst öll á Austurvelli á morgun klukkan 15.00
Stoltir glæpamenn og fjölskyldualbúm lögreglunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gleðilegt ár, Jóna mín!! Ég er alveg sammála þér með mótmælin, ég styð þessi friðsamlegu en er á móti skemmdarverkunum.
Lilja G. Bolladóttir, 10.1.2009 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.