13.1.2009 | 01:46
Ég tók ákvörðun í gær
Mér finnst hún alveg stórmerkileg. Ég hef ákveðið að kaupa ekkert í 1 ár, nema að eitthvað brotni eða rifni. Ég ætla ekki að kaupa nýtt, ef ég fæ gamalt. Nema nærföt og sokka sem verða keypt eftir þörfum. Ég las um svoleiðis fólk í fyrra eða árið þar á undan. Mér fannst þetta skrítið þá, en í dag finnst mér þetta mjög rökrétt. Þannig að ég er komin í verslunarbann, frá og með deginum í dag.
Ein hagsýn húsmóðir
Athugasemdir
Sæl Jóna.
Þetta er hægt,en má ég og við Bloggvinirnir fylgjast með því þetta er lofsvert framtak og öðrum til eftirbreytni.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 02:57
Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi, mér finnst þetta spennandi hugmynd og ætla ég að standa mig vel.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.1.2009 kl. 03:04
Ætli það sé ekki sjálfhætt að versla?
Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2009 kl. 03:07
Nei ekki alveg, en næstum því
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.1.2009 kl. 03:10
Flott hjá þér.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.1.2009 kl. 03:29
Gleymdi að minnast á að ég er stílisti og kenni fólki að spara með því að setja það sem það á fyrir.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.1.2009 kl. 03:31
Þetta er akkurat undirbúa börnin við hinu versta rólega svo sjokkið komi ekki allt í einu. Ég þarf sama sem ekkert að kaup mér annað en grjón það sem eftir er æfinar.
Ég átt von á þess því í fyrra og hitt fyrr gat ég verslað gæðaföt og raftæki frá USA á ebay fyrir 50% ódýrrari en seld hér úr búð. Merkjavara.
Þá skyldi ég ekkert í því afhverju ein vinkona mín keypti sér bíl hjá Glitni á myntkörfuláni. Ég sagði henni að Íslenska krónan gæti ekki haldist svona sterk. Hún trúði mér ekki. Sennlega af því að vörurnar voru ekki lækkaðar í Mollunum þótt gengið væri hagstætt.
Júlíus Björnsson, 13.1.2009 kl. 03:43
Ég hef ekki keypt mér neitt nýtt í þónokkurn tíma....þannig að það verður lítil breyting hjá mér
Sigrún Jónsdóttir, 14.1.2009 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.