Óþarfur seðlabanki

Ekki fer prófessorinn fögrum orðum um seðlabanka Íslands, við vorum án seðlabanka í mörg ár.  Með alla þessa starfsmenn á launum, hjá okkur almúganum.  Annast líst mér ekki á það að allir vilja fá okkur í ESB Sick    Mér finnst að við ættum að standa fyrir utan ESB og reyna að fá Norðmenn og norskar krónur hérna sem gjaldmiðil.  Ég er viss um það að Norðmenn tækju okkur ekki illa, ef við leituðum til þeirra.  Hagsmunir okkar og Norðmanna eiga saman í svo mörgum málum. 
mbl.is Voru í raun án Seðlabanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Einu sinni var Seðlabankinn bara ein lítil skúffa í skrifborði í Landsbankanum. 

  Flestir - eða allir - erlendir hagfræðingar og aðrir sérfræðingar sem skoðað hafa kreppuna á Íslandi eru sammála um að seðlabankastjórinn Davíð Oddsson sé ekki aðeins með öllu óhæfur í þessu starfi heldur stórhættulegur skaðræðisgripur. 

Jens Guð, 20.1.2009 kl. 03:33

2 Smámynd: Eygló

Það var um starfsmenn Seðlabankans sagt og hefur verið orðtak síðan, að þar gerðu menn ekkert nema naga blýanta.

Ekkert í ESB. Lastu það sem skrifað var um að skötuhjúin sem töluðu og dásömuðu ESB hafi verið starfsmenn sambandsins. Hvaða fundi var þetta aftur? Kastljós? Man ekki í augnablikinu.

Eygló, 20.1.2009 kl. 05:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband