Hreinsum til í Alþingishúsinu

Það er löngu tímabært að moka út úr Alþingishúsinu, rúmlega 100 dagar eru liðnir frá bankahruninu og bara Björgvin hefur sagt af sér, og hann rak í leiðinni fjármálaeftirlitið.  Ég vona að Davíð og hirð hans verði rekin á morgun, svo að stjórnin sjái sóma sinn í því að láta af völdum.  Næsta mál á dagskrá er að lögsækja alla útrásarbarónana fyrir þjófnað á auðlindum, fé og skattasvik.  Ég vil fara að sjá handtökur alvöru glæpamanna, sem hafa rúið þessa þjóð trausti og 2100 milljörðum.  Peningana heim og glæpamennina í fangelsi.  Lifi eldhúsáhaldabyltingin. 
mbl.is Niðurstaða á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband