Valdagræðgin grípur Steingrím

Ég held að það versta sem fyrir Vinstri Græna gæti komið væri að mynda stjórn með Samspillingunni.  Það á eftir að reynast banabiti vinstri grænna ef þeir fara í stjórn núna.  Svona stuttu fyrir kosningar, ég held að þeir hafi ekki yfirsýn yfir það sem þarf að gera næstu vikurnar.  Besti kosturinn væri utanþingstjórn, stjórn reyndra manna.  Manna sem þora að gera það sem þarf að gera fyrir heimili landsins, án þess að stuðla frekar að þjóðargjaldþroti.  Utanþingstjórn sem þorir að senda Davíð Oddson í ævilangt frí frá störfum.  Burt með spillingarliðið, lifi eldhúsáhaldabyltingin!!!!
mbl.is VG leggur línurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það getur verið langt í kosningar ef löggjafarvaldið getur myndað starfhæft framkvæmda vald. VG í stjórn með Samfo eykur fylki míns flokks væntanlega í næstu kosningum. Það felst nú ekkert vald í því að borga reikninga og næst ríkisstjórn verður strax hötuð ef hún stendur ekki við stóru orðin.

Júlíus Björnsson, 27.1.2009 kl. 04:25

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

VG er vissulega að taka áhættu með stjórnarstarfi og það er mjög auðvelt að færa rök fyrir því að þeir ættu ekki að gera það.  Vogun vinnur, vogun tapar.

Guðmundur Pétursson, 27.1.2009 kl. 04:40

3 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þjóðstjórn: NEI

Utanþingsstjórn: JÁ

Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.1.2009 kl. 05:46

4 Smámynd: Jónas Jónasson

Ég vona að eldhúsáhaldabyltingin sjái þeim fyrir skemmtiatriðum og fróðlegt verður að vita hvað verður um hinn fyrirsjáanlega Björgvin G Sigurðsson sem var ekkert að fara að segja af sér fyrir 10 dögum en fær allt í einu samviskubit á sunnudagsmorgni og gat svo ekki beðið með að segja upp fram á mánudag. Ef Íslendingar eru svo heimskir að sjá ekki reyksprengjuregn Samfylkingarinnar þá hafa þeir ekkert með kosningar að gera.

Jónas Jónasson, 27.1.2009 kl. 06:08

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þú nefnir utanþingsstjórn. Já ekkert við það að athuga í sjálfu sér, en samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins þá ber þeim fyrst skylda til að reyna að mynda stjórn sem nýtur meirihluta fylgis á þingi.

Ef Forseti skipar ráðherra sem af tilviljun eru ekki ráðherrar þá kallast það utanþingstjórn [andstætt hefðinni/siðnum hingað til] . Forseti þarf alltaf að hafa meirihluta löggjafarvaldsins [þingmanna] á bak við sig  við það val.

Auðvitað standa þingmenn oftast með sínu fólki þegar að vali kemur undir venjulegum kringum stæðum. Stjórnaskráin setur skyldur um val á ráðherrum í hendur forsetans. Hún tryggir líka að Forsetinn verður að velja þá í samræmi við meirihluta þingsins.

Júlíus Björnsson, 27.1.2009 kl. 06:37

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús og kveðjur já og góðan daginn.....

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.1.2009 kl. 08:03

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Mér finst þetta nú ekki spurning um hver kynni að gera undir eða ekki:Heldur að menn taki höndum saman og gangi í hlutina og geri það sem gera þarf.Það eru engin vinsæl verkefni í boði.

Solla Guðjóns, 27.1.2009 kl. 13:35

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Kjartan Jónsson, það er ekki verið að mynda meirihlutastjórn.  Og ég held að það hefði verið sterkur leikur hjá Vinstri grænum að koma sterkari inn í kosningum í vor, nú er hætta á fylgishruni hjá þeim.  Ef illa fer næstu 100 dagana.  ps. ég er ekki kjósandi vinstri grænna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.1.2009 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband