28.1.2009 | 03:22
Í vetur fjárfesti ég í íslenskri ull
Ég keypti ullarsjal af bloggvinkonu minni í vetur, ég nota þetta sjal oft. Sérstaklega þegar ég sit við tölvuna mína á nóttunni. Ég nota tölvuna mína nær eingöngu á nóttunni, þegar ég kem heim úr vinnunni. Hér kemur mynd af sjalinu mínu sem mér þykir svona vænt um. http://osland.blog.is/album/Fondur/image/716717/#comment2156128 Þetta er svona sjal sem allar ömmur þurfa að eiga, bæði hlýtt og fallegt.
Ein sem þykir gott að vera hlýtt
Athugasemdir
Æðislega fallegt sjal
Sigrún Jónsdóttir, 28.1.2009 kl. 03:48
Alveg frábært Jóna mín! Ég saveaði það á tölvuna mína, áttu nokkuð uppskriftina, sorry :) Ég er með prjónadellu núna ef þig vantar hlýjan kraga, húfu eða bara eitthvað láttu mig vita ég prjóna það í hvelli
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 28.1.2009 kl. 10:55
Takk fyrir mig ljúfust.....
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.1.2009 kl. 20:27
Gott þér líkar það dúllan mín. Ég nota mitt mikið
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 28.1.2009 kl. 21:09
Flott hjá þér.
Svo ertu í innkaupabanni ! er það ekki rétt munað ?
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 01:54
hehe ,ég keypti sjalið í október, þá var inkaupabannið ekki komið á, það var í janúar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.1.2009 kl. 02:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.