3.2.2009 | 02:18
Löngu tímabær breyting
Það er löngu tímabær breyting að hafa bara einn Seðlabankastjóra, og það mann eða konu sem eru menntuð á því sviði. Hagfræðinga eða aðra með svipaða menntun. Seðlabankinn má aldrei aftur verða elliheimili fyrir afdankaða stjórnmálamenn. Við viljum að fólk viti hvað það er að gera í svona mikilvægri stofnun. Ekkert fúsk í Seðlabankann aftur.
Seðlabankastjórar víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aldrei aftur
never
aldrig
niemals
jamais
Hólmdís Hjartardóttir, 3.2.2009 kl. 02:47
Ei ikinä, nunca mas....
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.2.2009 kl. 02:56
Er samt hræddur um að það verði kattarþvottur í þessu. Hjá flestum ríkisstofnunum ríkja smákóngar með sóma og sann, og fara fyrir nánast vernduðum vinnusvæðum, þar sem lítið fer fyrir vinnuframlagi og þess njóta ættmenni og prívatvinir, eins og dæmin sanna. Fyrst verið er að taka til á annað borð þá þarf að berja úr öllum mottum og sópa undan hverjum hlut!
Spillingin hér á Íslandi er eins og veirusjúkdómur, og það versta er að allt of stór hluti þjóðarinnar býr yfir slíkri vitneskju, eða er tilneyddur að þegja fyrir slíku, af ótta við eigið starfsöryggi.
Einar Örn Einarsson, 3.2.2009 kl. 12:35
Ég er sammála þér Jóna, aldrei aftur svona gamalmenni úr stjórnmálum í mikilvægar stöður án raunverulegrar menntunar og mikilla hæfileika til að standa vaktina með prýði. Lélegur lögfræðingur hefur ekkert að gera í seðlabankanum ... nema til að tæta pappír, sem ég er handviss um að hann er búinn að vera að gera síðustu vikurnar.
Heilmikið til í því sem Einar segir samt líka - Spillingin er eins og sjúkdómur og smákóngarnir eru erfiðustu sjúklingarnir ..
Tiger, 3.2.2009 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.