Valdleysis meðferð

Það hljóta að vera miklar sálrænar kvalir sem fylgja því að vera allt í einu í stjórnarandstöðu eftir 18 ára samfellda stjórn, mér finnst eins og sjálfsstæðismenn og konur vera yfirmáta skilvirk og hafa skoðanir á öllum málum og tala mikið og kvarta.  Á meðan þau hin sömu voru í stjórn, voru leyndarmál, og baktjaldamakk aðalatriðið.  Ekkert mátti segja, bara þegja.  Við fengum ekkert að vita hvernig málin stóðu, það var þöggun allsstaðar.  Núna allt í einu verður allt að koma upp á borðið og vera sýnilegt.  Er þetta ekki tvískinnungur?  Núna vitum við að aðgerðaáætlun vegna kreppunnar og bankahrunsins var tilbúin í desember, en það var þaggað niður.  Við fengum ekkert að vita né heyra un aðgerðaáætlunina. Ég er hætt að trúa orði sem kemur frá sjálfsstæðisflokkunm.  Ein fyrrverandi sjálfsstæðismanneskja. 
mbl.is Þingmenn í meðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

'Eg fæ ekki séð að aðalatriðið sé að bjarga þjóðinni uppúr þeim pytti sem hún er lent í, heldur það hver hafi sagt hvað á undan hverjum og að "þeir" skuli nú ekki komast upp með að gera eitthvað sem hinir voru löngu búnir að ákveða að gera!... en enginn vissi þó um.

Ég skil ekki mína þjóð og síst af öllu þá sem ættu að reyna að taka saman höndum við að vinna þjóðinni vel.

Það væri geðslegt ef slökkviliðið ynni svona. Þá mættu ekki standa eða vinna saman nema menn úr sama flokki, rifist væri um hver fengi borgað fyrir vinnuna, hver fengi björgunarlaunin og hópurinn á frívaktinni kæmi ekki í útkall af því að þeir hefðu löngu verið búnir að finna út hvernig ætti að slökkva eldana.

Guð minn góður, hvað stýrir þessu góða fólki okkar?

Eygló, 6.2.2009 kl. 02:45

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Valdagræðgin?  Samt er svo skrítið á meðan þau höfðu völdin, var almenningur algjörlega hundsaður.  Við vorum skríll.  En skríllinn með sína mótmælafundi og eldhúsáhöld á Austurvelli,  vann orustuna.  En það er spurning hver vinnur stríðið?   Það sést víst í vor þegar kosið verður. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.2.2009 kl. 02:51

3 Smámynd: Eygló

Veit ekki hvað til bragðs skal taka. Ég held ég reyni að biðja fyrir þeim, og þá meina ég öllum.

Stjórnarhlutanum, að þau fái sem best unnið á tímanum og andstöðunni, að þau fái séð að verkefnið er björgun þjóðar en ekki framapot.

Eygló, 6.2.2009 kl. 03:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband