6.2.2009 | 03:28
Kuldaboli
Það er kalt heima hjá mér, húsið er illa einangrað og ofnarnir hjá mér of litlir. Danfoss hitakerfið bilaði fyrir 10 árum og alltaf þegar kuldaköst koma er kalt inni hjá mér. Börnin mín og ég þurfum að klæða okkur vel, helst vera í flíspeysum og ullarsokkum. Svo er ég með ullarsjalið mitt góða þegar svona kalt er. Fyrir 2 árum var mjög kalt hjá mér, þá var bilun á dælu í hitakerfinu hjá mér. Þá þurftum við að nota sængur í stofunni og teppi til þess að halda á okkur hita, þá bjó yngsta barnabarnið mitt hjá mér. Hann þurfti að vera dúðaður allann tímann, meðan kuldakastið var hérna í febrúar 2007. Svo fékk ég pípara til þess að finna bilunina, það tók hann 5 mínútur þegar ég loksins fékk hann á staðinn. Dælan sem dældi heita vatninu inn til okkar var ónýt, hann var 10 mínútur að skipta um dælu, og húsið fór að hlýna. Það var verst að það tók mig 3 vikur að finna pípara sem gat bjargað okkur frá því að frjósa í hel
Viðgerðin, með kaupum á nýrri dælu kostaði tæp 40.000 þá og fannst mér það vel sloppið. Burr, burr mér er kalt og er farin að sofa..
Athugasemdir
Ég er alltaf með sæng í sófanum í svona kulda. Hitakerfið virðist ekki ná nægilega vel hingað upp á 7. hæð
Sigrún Jónsdóttir, 6.2.2009 kl. 12:00
Minnir mig á þegar ég var í risagímaldi í Norður-Noregi í mesta frosti sem verið hefur þar í áratugi, innvafinn í teppi, með húfu og í íslenskum ullarsokkum og var með 40 stiga hita. Þar sat ég við hálfstíflaða kamínu og hafði ekkert annað að brenna en námsbækur og gamlar stílabækur og varð það á í hitamókinu að brenna eina eintakið sem ég átti af bestu sögu sem ég hafði skrifað ásamt öllum uppköstunum.
En mér elnaði sóttin.
Rúnar Þór Þórarinsson, 6.2.2009 kl. 14:18
Djöfulsins helvítis fokking kuldi.....það er þó aðeins hlýrra í dag og fer held ég niðrí núllið á morgun...jibbí fyndið komment hjá Rúnari
Máni Ragnar Svansson, 6.2.2009 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.