7.2.2009 | 01:51
Svona gæti bara gerst á Íslandi
Að svara ekki forsætisráðherra, að virða hana ekki viðlits. Sem betur fer sá Ingimundur sóma sinn í því að biðjast lausnar, þar er greinilega maður sem skilur hvað Jóhanna sagði. Hinir tveir virðast ennþá vera skilningslausir, og annar hafinn yfir svona smámál eins og að svara. Vonandi verður framhaldið skárra en það sem á undan er gengið. Að virða forsætisráðherrann ekki viðlits, finnst mér ekki góð pólitík. Áfram Jóhanna
Ingimundur baðst lausnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Davíð taldi sig geta tekið rithöfunda á teppið á sinni ráðherratíð.
En álítur sig sjálfann langt yfir það hafinn að þurfa svara kalli forsætisráðherra, hvað þá þjóðarinnar.
hilmar jónsson, 7.2.2009 kl. 02:01
Kæra Huxa.
Svo virðist sem Davíð sé enn og ávallt (að hans mati) kóngurinn yfir Íslandi. Hann gerir bara það sem honum sýnist. Vonandi stoppar hann einhver. Áfram Jóhanna.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 7.2.2009 kl. 03:02
Uss, ég er bara gáttaður á því hve virkilega heimskur maðurinn er - hvað heldur hann eiginlega að hann sé? Hinn ósnertanlegi?
Æi, segi það með Sigrúnu og fleirum - vonandi stoppar hann nú einhver fljótlega! Löngu kominn tími til allavega ...
Hafðu ljúfa helgi Jóna min ..
Tiger, 7.2.2009 kl. 03:17
Hef á tilfinningunni að D-flokkurinn muni reyna að tefja öll mál, jafnvel þau sem þau hafa sjálf komið með á þingið eða segjast vera höfundar af. En einna mest spennandi er að sjá hvað B-flokkurinn gerir í sambandi við frumvarpið hennar Jóhönnu.
Annars á bara að ógilda lykilkortin hjá bankaráði og þessum 2 sem eftir eru og það strax í dag. Sjálfsagt hefur Davíð þurft tíma til að fjarlægja skýrslur og fleira einkadót um hrunið áður en hann svarar
Kidda (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 08:43
Þetta gæti gerst í Zimbabwe.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 7.2.2009 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.