Ég las alla skýrsluna

Og þvílíkur áfellisdómur sem þeir felldu. 

„Það leikur enginn vafi á að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn vissu hvað var að gerast. Lítið er vitað um opinbera ákvarðanatöku fyrir hrunið. Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið virðast kenna hvor öðrum um og ríkisstjórnin hélt því fram að hún hafi ekkert vitað og skellti skuldinni á alheimskreppuna. Okkur þykir þetta ekki sannfærandi. Slíkt yfirvofandi allsherjarhrun hlýtur að hafa verið rætt af allri ríkisstjórninni. Það er því skoðun okkar að stjórn og stjórnendur Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins ásamt öðum yfirmönnum þar hafi vitað hvað var að gerast." 

 Og þetta  "Á sama hátt hljóta allir ráðherrar ásamt yfirmönnum fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, utanríkisráðuneytis og forsætisráðuneyti að hafa vitað hvað átti sér stað. Samt sem áður brást ríkisstjórnin ekki við. Hún hefði á öllum tímapunktum getað tekið ákvarðanir sem hefðu mildað endanlega niðurstöðu."  Svo var margt annað sem stjórnmálamenn, seðlabankastjórar og fjármálaeftirlit létu óátalið."  Ég skil núna betur hversvegna hryðjuverkalögin voru sett á okkur í október, enginn ætlar að axla ábyrgð.  Shocking  Skýrslan öll er á blogginu hennar Láru Hönnu, ég hvet alla til þess að lesa hana.


mbl.is Veðjuðu á endurlífgun hagkerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

"Seðlabankanum hefði mátt vera ljós sú hætta sem fylgdi styrkingu gengisins. Skynsamleg

stefna á þeim tíma hefði verið að veita gengisstyrkingu viðnám með því að kaupa

erlendan gjaldeyri og efla gjaldeyrisforðann. Þetta hefði í það minnsta haft tvenns konar

áhrif. Í fyrsta lagi hefði það takmarkað gengisáhættu innlendra aðila með því að draga úr

styrkingu gengisins. Í öðru lagi hefði það byggt upp öflugan gjaldeyrisvaraforða sem

hefði gert bankann mun betur í stakk búinn til að mæta mögulegu hættuástandi sem gæti

skapast í framtíðinni."   Svo þetta, sem kemur beint úr skýrslunni

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.2.2009 kl. 03:30

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Seðlabankinn var í eðlilegri stærð 2004 þegar Davíð Oddson tók við eins og í dag.

Umsvif einkabankanna uxu hinsvegar erlendis um 900%  frá 2004 -2007. Langt út fyrir stærð eðlilegs þjóðar Seðlabanka. Íslenska þjóðin getur ekki elt uppi lánsþörf fjármagns útflytjenda, nú er komið í ljós að eignir skuldunauta Íslensku einkabankanna voru eiturbréf að stórum hluta eða áhættu verðbréf með veði í Lofti. 

Að byggja upp gjaldeyrisvaraforða er fínt en það tekur meira en þrjú ár.

Svo þarf að liggja fyrir stjórnarstefna um yfirtöku á fjármálamörkuðum ESB.

Með sama áframhaldandi vexti erlendis hefðu Íslendingar verið búnir að leggja undir sig alla fjármálastarsemi heimsins á innan við 20 árum. Svipað og Baugstengd eignarhaldsfélög gerðu á Íslandi. Í skjóli verndar frá Stjórnvöldum?

Erlendis á fjármálamörkuðum gildir hinsvegar samkeppni lögmál ennþá. 

Þessi Íslenska harðdrægni gekk ekki upp einfaldlega af því að samkeppni bankar ESB lokuðu öllum viðskiptum á þá Íslensku.

Skýrslan er eintómur ESB áróður að mínu mati.

Styrking gengisins hentar fjármagns útflutnings aðilum. Kaupa gjaldeyrir fyrir slikk.  Þeir voru komnir með þvingunarvald á öllum bönkunum löngu áður. Eiga sér líka dygga fylgismenn á þingi og í ríkisstjórnum Íslands.

Bankamálaráðherra og viðskiptamálaráðherra áttu að vera búnir fyrir að koma í veg fyrir fákeppnina innanlands.

Það sem ESB sinnarnir tala ekki um finnst mér merkilegast.

Ingimundur Friðriksson:

Aðdragandi bankahrunsins í október 2008

Þetta er reyndur maður og er nær raunveruleikanum og samhenginu en þessir ESB sinnar.

Hlið hagfræðinganna?

Hlið fjárglæframanna?

Hlið stjórnmálamanna?

Hlið ESB?

Hlið Seðlabanka?

Hlið 2/3 Íslensk lýðs?

Allir sjá þetta í sínu ljósi að finna meira fyrir því en sumir. Ég vil svipuð Lífskjör og tækifæri og ríktu hér fyrir 40 árum. Sér í lagi þegar iðnarframleiðsla í heiminum er orðin mikið ódýrari.

Hvað þarf marka hagfræðinga til að reka heimili?

Hvað þarf marka hagræðing til að reka 300.000 manna ættarsamfélag?

Júlíus Björnsson, 10.2.2009 kl. 19:55

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

marka á að vera marga 

Júlíus Björnsson, 10.2.2009 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband