Vonbrigði

Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum, ég mætti á næstum alla mótmælafundina.  Þar voru kröfurnar, burt með ríkisstjórnina, burt með fjármálaeftirlitið og burt með seðlabankastjórana.  Ríkisstjórnin sprakk, en hvað fengum við í staðinn?  Ennþá óhæfari stjórn?  Mér er hætt að lítast á blikuna.  Á Alþingi eru nýju stjórnarherrarnir í sama sandkassaleiknum og fyrri stjórn.  Hver höndin er upp á móti annarri.  Allir blaðra um allt annað en ástandið í þjóðfélaginu.  Ekkert mál sem snýr að heimilunum fær umræðu, stuttbuxnadeild sjallanna er í bullandi framboði.  Þeir þurfa að tjá sig til hægri og vinstri, mennirnir sem þögðu á ögurstund.  Ég vil sjá alþingismennina vinna fyrir okkur fólkið í landinu, fólkið sem borgar þeim launin, skrípaleikurinn þarf að taka enda strax.  Shocking  Ein þreytt á aðgerðaleysi þingsins. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Já, aðgerðaleysi á tímum sem þessum sem núna eru - er algerlega óásættanlegt. Það vantar kraft og aðgerðir - það vantar einhvern með sterkan fót til að sparka í rassa um allt ...

Hafðu ljúfa helgi Jóna mín ..

Tiger, 12.2.2009 kl. 17:16

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Það vantar nýtt fólk í flokkanna! Ekki spurning

Sigrún Óskars, 12.2.2009 kl. 20:49

3 Smámynd: Benedikta E

Búsáhaldabyltingu að Alþingishúsinu !!!!!Það er ekki eftir neinu að bíða - það skeður ekkert nema við stöndum upp sjálf!!!!!!!!!!!!!!

Benedikta E, 13.2.2009 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband