18.2.2009 | 01:53
Eftirlaunalögin voru óvirðing við landslýð
Að setja þessi eftirlaunalög, með sérréttindum alþingismanna umfram aðra landsmenn var náttúrulega óvirðing við okkur sem þurfum að borga brúsann. Ég er fylgjandi þessu afnámi á sérréttindum. Mér finnst það óvirða við vinnandi fólk að sumir séu jafnari en aðrir. Það þarf að tryggja öllum sama rétt til þess að lifa mannsæmandi lífi á eftirlaunum. Það væri spennandi að vita hvað gamlir alþingismenn/konur hafa í eftirlaun á mánuði, og fyrrverandi ráðherra, bankastjórar og embættismenn líka. Hvar ætli maður geti fengið að vita hvað, hver þeirra hefur í eftirlaun? Ég er stundum svo forvitin.
Ræða eftirlaunalögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já ég er sammála þér Jóna, þetta er helber óvirðing við okkur sem borgum þeim launin - að þeim sé tryggður slíkur fituríkur eftirlaunapakki sem eftirlaunalögin færðu þeim á silfurfati - í boði Sjálfstæðisflokksins - algerlega óásættanlegt...
Huganlega er hægt að finna í skattskýrslum (launaskýrslum) eftir skattlagningu - hver laun þeirra eru - en næsta víst er að feitir bankareikningar sem faldir eru erlendis sýna ekki hvað þeir spilltustu hafa í raun og veru þó í eftirlaun/ellilaun...
Vel væri ef hægt væri að afnema þessi lög - og láta það verða afturvirkt alla leið að fyrsta degi/upphafstíma laganna.. en það er víst bara óskhyggja og draumur.
Knús og kram í þitt hús Jóna mín.
Tiger, 18.2.2009 kl. 02:10
Þeir spyrja seint að því hvað lýðnum sem kýs þá finnst, það þarf að fækka þingmönnum um helming og hækka við þá launin þannig að við fáum ekki bara prófesional plötusnúða og hvíslara ( sjá menntun og fyrri störf þingmanna á althingi.is)
Það sem okkur vantar er líka skírari siðareglur embættismanna og meira aðhald.
Ragnar Borgþórs, 18.2.2009 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.