Hvað er Aspergerheilkenni?

Orsakir Aspergersheilkennis.
Orsakir Aspergersheilkennis eru enn óþekktar en rannsóknir benda til að þær séu líffræði- eða lífefnafræðilegs eðlis og að þroskafrávik í miðtaugakerfinu valdi truflun í heilastarfsemi. Þar sem ekkki hefur fundist lækning má búast við því að vörn með Aspergerheilkenni verði með tímanum fullorðnir einstaklingar með Aspergerheilkenni.

Tíðni Aspergerheilkennis
Samkvæmt nýjustu rannsóknum eru einn af hverjum 150 einstaklingum með fötlun á einhverfurófinu, Aspergerheilkenni þar með talin.. Þetta þýðir að á Íslandi eru um 2.000 einstaklingar með fötlun á einhverfurófi. Mikill minnihluti þessarra einstaklinga hefur fengið greiningu.  Fötlunin er  5 til 10 sinnum algengara meðal drengja en stúlkna.

Hvers má vænta ?
Einstaklingum með Aspergerheilkenni verður að lærast að lifa með fötlun sinni. Venjuleg börn læra mörg helstu lögmál mannlegra samskipta með því að fylgjas t með öðrum og herma eftir. Börn með Aspergerheilkenni læra ekkki þannig og þeim þarf því að kenna sérstaklega marft sem önnur börn læra sjálfkrafa. Þessi kennsla er þeim nauðsyn og því mikilvægt að greina Aspergerheilkenni sem fyrst. Félagsleg einangrun og vinaleysi er það sem verður hvað erfiðast í lífinu og mikils um vert að stuðla að auknum félagsþroska strax á barnsaldri.
Foreldrar, kennarar og aðrir sem annast börnin þurfa að kenna þeim að umgangast aðra og taka þátt í samfélaginu. Stundum tekst einnig að virkja þráhyggjukenndan áhuga í þágu hagnýtra viðfangsefna sem geta orðið einstaklingnum sjálfum og samfélaginu til framdrátta.

 Ég fann þetta efni á einhverfa.is.  Loksins er sonur minn kominn með greiningu, og Aspergerheilkenni er niðurstaðan.  Núna loksins verður hægt að hjálpa honum, betur en gert hefur verið. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 

Lykileinkenni Aspergerheilkennis.
Við greiningu á Aspergerheilkenni er á Íslandi stuðst við greiningarkerfi (ICD-10) sem gefið er út af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Greiningin byggist á því að meta hvort ákveðin hegðunareinkenni séu til staðar í þeim mæli að þau valdi erfiðleikum í félagslegri aðlögun. Einkennin er mörg hin sömu og í einhverfu, en taka til færri hegðunarþátta. Ólíkt flestum einhverfum hafa einstaklingar með Aspergerheilkenni ekki alvarlega skertan mál og vitsmunaþroska.
Lykileinkenni Aspergerheilkennis koma fram á tveim sviðum; annars vegar í félagslegum og samspili við aðra og hins vegar í sérkennilegri og áráttukenndri hegðun og áhugamálum.

Erfiðleikar í félagstengslum og samspili.
Börn og fullorðnir með Aspergerheilkenni forðast venjulega ekki samskipti við aðra heldur reynda að aðlagast samfélaginu. Ýmislegt veldur þeim þó vandkvæðum í þessu efni: Þeir eiga erfitt með að skilja samskipti sem ekki fleast í orðum heldur svipbrigðum, augnaráði, bendingum eða líkamsstöðu . Þeim er erfitt að lifa sig inní tilfinningar annarra og gefa öðrum hlutdeild í eigin tilfinningum. Því tekst þeim illa að bindast vináttuböndum sem byggjast á að deila áhugamálum og tilfinningum á gagnkvæman hátt.

Sérkennileg, áráttukennd hegðun og áhugamál.
Algengasta einkennið á þessu sviði er tilhneigingin til að fá yfirþyrmandi, þráhyggjukenndan áhuga á þröngt afmörkuðum hugðarefnum sem oft eru óvenjuleg og lítt til þess fallin að deila þeim með öðrum. Sem dæmi um áhugamál af þessu tagi má nefna strætisvagnaáætlanir, risaeðlur og bílnúmer

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.2.2009 kl. 14:37

2 Smámynd: Margith Eysturtún

til 'hamingju' með greininguna. Hlýtur að verða mikil létti að fá þetta á hreinu. Nú getur hann fengið það hjálp hann þarf.

Margith Eysturtún, 18.2.2009 kl. 17:57

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábært að fá greininguna því fyrr er ekkert gert í hans málum.  Hvað er hann gamall?

Og gangi ykkur vel

Sigrún Jónsdóttir, 18.2.2009 kl. 18:20

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mikið er gott að hann skuli vera búinn að fá greiningu. - Ég spyr líka hvað er hann gamall,  og hvað ertu lengi búin að þurfa að ganga á milli pontíusar og pílatúsar án þess að fá viðunandi svör, eða nokkur svör?

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.2.2009 kl. 23:19

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hann er 14 ára og hefur verið öðruvísi frá 2ja ára aldri, en aldrei verið greindur.  Fengum bráðabirgðagreiningu í fyrra, að hann mældist á einhverfuskalanum.  Þá var sagt ódæmigerð einhverfa, en núna er full greining komin. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.2.2009 kl. 00:36

6 Smámynd: Tiger

Já Jóna mín, tek undir með þeim að ofan - gott að nú sé komin full greining og því hægt að fara að gera eitthvað almennilegt fyrir drenginn þinn.

Nú er bara að vona að hann fái góða hjálp hratt og vel því nógu lengi hefur hann þurft að bíða. Gangi þér vel með það ferli Jóna mín.

Knús í þitt hús vinkona.

Tiger, 19.2.2009 kl. 01:07

7 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Til hamingju Kolla mín.

Þráinn Jökull Elísson, 19.2.2009 kl. 03:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband