20.2.2009 | 01:55
Einn af spillingarliðinu?
Ástæða er til að óttast að bakslag sé komið í áform stjórnarflokkanna um að efna til stjórnlagaþings um nýja stjórnarskrá. Þjóðin má ekki við því að glata þessu tækifæri! Það liggur alltof mikið undir. Lífsafkoma okkar og framtíðarheill! Verði ekki boðað til stjórnlagaþings nú eru líkur til þess að tækifærið til þess glatist og komi ekki aftur fyrr en manngerðar hamfarir hafi á ný dunið á þjóðinni.
Verið er að safna undirskriftum á vefnum Nýtt lýðveldi þar sem farið er fram á eftirfarandi:
Við, undirritaðir Íslendingar, skorum á Alþingi að samþykkja stjórnskipunarlög um boðun til stjórnlagaþings nýs þjóðfundar. Forseti Íslands boði til þingsins fulltrúa sem kosnir verði ásamt varafulltrúa fyrir hvern þeirra í almennum kosningum sem haldnar skulu innan tveggja mánaða frá síðari samþykkt frumvarps til stjórnarskipunarlaga. Kjörgengi til stjórnlagaþings hafi allir sem uppfylla kjörgengisskilyrði 34. gr. stjórnarskrárinnar nema forseti Íslands, alþingismenn og ráðherrar. Í kosningum til stjórnlagaþings verði allt landið eitt kjördæmi.
Stjórnlagaþing semji nýja stjórnarskrá þar sem lagður verði grunnur að nýju lýðveldi með virku og endurnýjuðu lýðræði. Í því felst m.a:Að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrána verði þing rofið og efnt til nýrra alþingiskosninga á grundvelli hennar.
- endurskoðun á kosningareglum til Alþingis og kjördæmaskipan.
- skýr aðgreining milli framkvæmdavalds, löggjafavalds og dómstóla.
Undirskriftirnar verða afhentar fulltrúum stjórnvalda í byrjun mars næstkomandi. Þá hefur Alþingi enn tíma til að samþykkja frumvarp um stjórnlagaþing.
Við getum ekki látið þetta tækifærið okkur renna úr greipum! Núna er það samstaðan sem gildir! Nýtum tímann sem við höfum til að tryggja að stjórnlagaþing verði að veruleika! En hvað getum við gert til þess?
1. Safnað fleiri undirskriftum. Sendu póst á alla sem þú þekkir með hvatningu um að skrifa undir á slóðinni: http://www.nyttlydveldi.is/index.php?option=com_wrapper&view=wrapper&Itemid=5
2. Hafðu samband við þingmenn og spurðu hvort þeir muni styðja eða beita sér fyrir lagasetningu um stjórnlagaþing. Hér er listi yfir þingmenn, netföng og símanúmer.
3. Hengdu upp eða settu hvatningu á vinnustað, skóla, blogg eða annars staðar. Þar má t.d. nota það sem kemur fram á forsíðu Nýs lýðveldis.
4. Ef þig langar til að taka þátt í baráttunni eða hefur hugmyndir hafðu þá samband.
Tökum höndum saman því samstaða er afl sem ekkert fær staðist!
Oft var þörf, nú er nauðsyn að bregðast við, ekki láta spillingarliðið hafa vinninginn.
ps. þessi færsla er fengin að láni hjá Rakel Sig.
Tryggvi Þór Herbertsson vill á þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.