20.2.2009 | 23:47
Hlass
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Eða lítill steinn þungri konu. Þegar ég var að leggja af stað í göngutúr með hann Úlf minn í kvöld datt ég. Beint fyrir framan tröppurnar mínar var smá kantsteinn, sem Síminn reif upp þegar gangstéttin mín var grafin í sundur fyrir 3 vikum síðan. Ég sé ekkert í myrkri og steig ég á þennan stein og datt á hnén, ( ææ óó) ég er hrufluð á báðum hnjám og er öll lurkum lamin.
Hundurinn minn varð hálf hræddur, þegar undirrituð féll með glans á fjóra fætur. Ég ætla ekki að segja ykkur hvað mér er illt í hnjánum núna, og í öðrum ökklanum og í báðum höndunum. Það hefði verið flott að eiga myndir af þessu, svona myndband til að senda í fyndnar fjölskyldumyndir.
Ég vona bara að ég verði ekki farlama á morgun. Ein seinheppin. ps: Ég fór samt með hundinn minn hann Úlf í göngutúrinn, og verkurinn í hnjánum lagaðist þegar leið á göngutúrinn.
Athugasemdir
Vona að meiðslin séu ekki alvarleg Jóna mín
Sigrún Jónsdóttir, 21.2.2009 kl. 00:29
Ekki hef ég trú á því að meiðslin séu alvarleg, ég geng óhölt. Allavega núna í kvöld, en stundum koma eftirköst daginn eftir. Ég bara krossa fingur og vona það besta.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.2.2009 kl. 02:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.