Er svigrúm fyrir stjórnina?

Til þess að stjórna þessu landi, eða hefur Alþjóðagjaldreyrissjóðurinn alfarið tekið yfir stjórn peningamála hérna á Íslandi.  Ætla þeir að stjórna hvenær stýrivaxtalækkanir og aðrar ráðstafanir í ríkisfjármálunum hérna innanlands eru teknar.  Er þessi stjórn sem nú situr og sú næsta háðar AGS um allar ráðstafanir á fjármunum til allra málaflokka?  Hvar er aðgerðapakkinn til bjargar heimilum landsins?  Þurfum við samþykki AGS til þess að bjarga heimilunum?  Höfum við misst sjálfsstæðið?  Og allt í boði Sjálfsstæðis flokksins.  Er nokkur furða að fólk sé haldið vonleysi og svartsýni?  Ég er svo reið að ég gæti skammað mann og annann, ef ég hefði færi á því.  Angry   En ég ætla bara að fara að sofa.  Whistling
mbl.is Svigrúm fyrir stýrivaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Borgþórs

JKG í guðana bænum hættu þessu Sjálfstæðisflokks kjaftæði  það hafa verið tveir flokkar við stjórn í öll þessi 18 ár gleymdu því ekki.

Samfylkingin er ekki syndlaus og hefði átt að víkja líka.

Best væri að gera eins og Davíð ráðlagði strax í upphafi og hafa hér þjóðstjórn...

Góðar stundir

Ragnar Borgþórs, 25.2.2009 kl. 18:21

2 Smámynd: Sigrún Óskars

svei mér þá - ég ætla bara að reyna að vera jákvæð út í þetta allt saman - þetta getur ekki versnað - eða hvað?

Sigrún Óskars, 25.2.2009 kl. 22:00

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

RB ég hef leyfi til þess að gagnrýna Sjálfsstæðisflokkinn þar sem ég hef kosið hann frá því að ég fékk kosningarrétt.  Aldrei hefði ég getað trúað hversu stór mistök Sjálfsstæðisflokkurinn hefur gert og látið ógert síðan hrunið varð í október.  Sem betur fer hef ég séð ljósið, ég mun ekki kjósa þennan flokk sem lofaði  traustri efnahagsstjórn og ýmsu öðru því miður hefur ekki verið staðið við. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.2.2009 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband