Eigandi hundsins hefur gleymt grundvallaratriði

Þegar maður fær hvolp, er grundvallaratriði að temja hann.  Kenna honum að hlýða taumi, ganga við hæl og vera undirgefinn.  Hundurinn má aldrei hafa stjórnina, maðurinn á að stjórna hundinum.  Það ættu allir að kynna sér uppeldi hunda þegar þeir fá sér hvolp.  Það er sorglegt að lesa svona fréttir.  Með góðu uppeldi á hvolpum, má koma í veg fyrir svona slys.  Það er sérstaklega vandasamt að temja svona stóra hunda, fyrirbyggja verður að þeir taki völdin. 
mbl.is „Sorg á heimilinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis hérna. Stóru-Danir eru stundum kallaðir "góðlyndu risarnir" í  hundaflórunni og það er fullkomlega óeðlilegt að hundurinn hagi sér svona. Eitthvað hefur skeð hér sem vantar skýringu á.

Einar Steinsson, 27.2.2009 kl. 15:01

2 Smámynd: Zaraþústra

Grundvallaratriðið er að gleyma ekki að hundar eru rándýr og við getum aldrei beislað náttúruna fullkomnlega.

Zaraþústra, 27.2.2009 kl. 15:41

3 Smámynd: Sigrún Óskars

góða helgi

Sigrún Óskars, 27.2.2009 kl. 23:11

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hundurinn er hópdýr, og það er alltaf foringi í hverjum hóp.  Ef eigandinn og fjölskyldan hans eru ekki hærra settir <foringjar) en hundurinn, tekur hundurinn völdin.  Hundurinn þarf að vita hvar hann er í goggunarröðinni, hann er alltaf lægra settur en fólkið í fjölskyldunni.  Annars verða vandræði. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.2.2009 kl. 01:06

5 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Það er ofboðslega auðvelt að dæma þegar að maður veit ekki forsögu málsins eða neitt um tiltekinn hund.

Nú er ég ekki hlutlaus , þó svo að ég sé ekki eigandi viðkomandi Dana en aftur á móti er þetta mín tegund og sé ég mig knúna til að koma hér fram.

 Þessi tík sem um ræðir er ekki orðin 4 ára og komin á sitt 7 heimili, þá er ég ekki að taka inn í dæmið öll þau heimili sem að hún var í pössun á í skamman tíma. Þetta er hin ljúfustu dýr og ekki hægt að segja að þessi tegund hafi haft í gegnum tíðina orð á sér sem vígahundar eða grimmar skepnur, enda er þetta sem betur fer sjaldheyrðar fréttir.

<hundur sem lendir á slíku flakki sem þessir er endalaust ruglaður í ríminu og fær ekki þá festu sem að hann þarf í lífinu, er stanslaust að eignast nýjan eiganda og traustið fer smátt og smátt sem og geðheilsa hundsins í senn. 

Minni tegund til málsbóta er þetta sem betur fer sjaldan sem að maður heyrir af slíkum hrikalegum atburði ... þó auðivtað að þetta sé hrikalega slæmt og vondur atburður, þá hafa allir atburðir sér einhvern aðdraganda.

Sigríður Jónsdóttir, 28.2.2009 kl. 01:57

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Auðvitað veit ég að Stóri Dani eru yfirleitt ljúfir sem lömb, en ég hef lent í svoleiðis hundum.  Sem voru árásargjarnir, í síðustu hundagöngu niður Laugaveginn síðastliðið vor.  Ég var með minn hund í Hljómskálagarðinum, og gekk ég framhjá hópi af Stóra Dana sem voru þar með eigendum sínum.  Tveir af þeim áttu í vandræðum með að hemja sína hunda.  Hundar þurfa stöðuleika og foringja, ef það vantar verða hundarnir óviðráðanlegir. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.2.2009 kl. 02:08

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svo er ég ekki að dæma neinn, í meðfylgjandi frétt er ekkert sagt um aðstæður hundsins sem réðist á litla hundinn.  Ég tala bara um grundvallar atriði í tamningu hunda.  Ef grundvöllinn vantar, er aldrei von á góðu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.2.2009 kl. 02:23

8 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

ég er sammála þér :)

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 28.2.2009 kl. 10:05

9 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

Þegar ég var í danmörku þá voru 3 doperman hundar og voru þjálfaðir og húsbóndinn réð alltaf .. og þannig á þetta að vera annars verður bara slis eða  eitthvað hættulegt getur gerst þeir eru nú rándýr og hvað veit maður hvað getur komið fyrir ... svo erum við mannfólkið líka rándýr þannig það gæti komið uppreisn

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 28.2.2009 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband