Ég horfði á keppnina

Þessi stúlka var mjög flott, en ekki sú sem ég hefði kosið.  Mér fannst skemmtilegt að sjá hvað kjólarnir sem stúlkurnar klæddust voru fallegir og margbreytilegir, sérstaklega litirnir.  Ég tók líka eftir því að flestar stúlkurnar voru fallega vaxnar, ekki of horaðar.  Mér finnst leiðinlegt að horfa á stúlkur sem eru of horaðar.  W00t   Ég er samt ekki mjög fylgjandi svona fegurðarsamkeppnum.   Unnur Birna er fallegri í dag, en hún var þegar hún vann Ungfrú heimur fyrir nokkrum árum.  Hún var kynnir keppninnar og bar fegurð hennar af. 
mbl.is Magdalena Dubik kjörin ungfrú Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Jóna, það var búið að ákveða úrslitin fyrir langa löngu.  Hún var sótt til USA og fékk prinsessumeðferð allan undirbúningstímann.  Stúlkurnar vissu það fyrir löngu að Magdalena myndi vinna, þannig að kvöldið í kvöld var bara eins og vel æft leikrit.

Það er sorglegt að það sé ekki einu sinni hægt að koma fram að heiðarleika í ekki merkilegri samkundu en þetta.   Sýnir bara hvað spilling þykir sjálfsögð hér á landi.

Marinó G. Njálsson, 28.2.2009 kl. 01:22

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

OOh ekki vissi ég það. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.2.2009 kl. 01:29

3 Smámynd: Eygló

Prjónaði og horfði, samtímis. Unnur kynnir fannst mér bara svona "snotur" en verra var að hún talar ekki fallega íslensku.

Aðeins fáeinar stelpur fannst mér yfir meðallag 'sætar', sumar næstum ófríðar. Svona segir maður auðvitað ekki en kannski hef ég verið að prjóna hæl þegar þær sætustu hringsóluðu.

Ég er eiginlega hvort með né móti. Mér finnst þetta bara eitthvað svo neyðarlegt, margt sem fram kemur. Æi, ég á að vera farin að sofa... og EKKI ráðlegg ég sjálfri mér að líta í spegil eftir þessa rullu :)

Eygló, 28.2.2009 kl. 03:59

4 Smámynd: María

Marinó, hvaðan hefurðu þetta með að Magdalena hafi verið valin fyrirfram og sótt til USA, o.s.frv.? Þessi stúlka er bekkjarsystir mín úr grunnskóla og samnemandi minn úr Tónlistarskólanum í Reykjavík. Ég hef þekkt hana síðan hún var átta ára gömul, og hún er heilsteypt og harðdugleg ung kona – hefur verið í námi í tónlistarháskólanum í Hannover síðastliðin fjögur ár en flutti heim í haust, svo ég veit ekki alveg hvaðan þetta með USA kemur. Ég trúi því seint að hún sé miðpunkturinn í einhvers konar svindli í fegurðarsamkeppni, af öllum mögulegum hlutum.

María, 28.2.2009 kl. 09:42

5 Smámynd: Sigrún Óskars

horfi ekki á fegurðarkeppni, finnst fegurðin ekki liggja utaná fólki eða í kjólunum. en á meðan einhver vill taka þátt í þessu og hefur gaman af þá er þetta í góðu lagi.

Sigrún Óskars, 28.2.2009 kl. 10:20

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

María, þetta er bara það sem aðrir keppendur voru að tala um.  Þær töldu almennt að úrslitin væru fyrir löngu ákveðin og það væri bara að þrauka þetta.  Ég er ekkert að draga úr getu Magdalenu eða glæsileik, enda er hún alveg jafn mikið leiksoppur eins og hinar.

Marinó G. Njálsson, 28.2.2009 kl. 12:22

7 Smámynd: Leiðinlegi gaurinn

Eugh... Byrjar þetta samsæri.. Djöfull er þetta vandræðalegt Manni.

Leiðinlegi gaurinn, 28.2.2009 kl. 12:50

8 Smámynd: Tiger

Ég horfði ekki á keppnina, geri það yfirleitt aldrei - eða nenni því ekki. Var fyrst að sjá hana núna hérna og finnst hún mjög falleg. Hún myndi sóma sér vel fyrir okkar hönd erlendis for sure! Viss um að hún myndi ná langt.

Knús í þitt hús Jóna mín.

Tiger, 28.2.2009 kl. 16:14

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

"þetta er bara það sem aðrir keppendur voru að tala um.  Þær töldu almennt að úrslitin væru fyrir löngu ákveðin og það væri bara að þrauka þetta" ...

He,he, hef heyrt svona áður! ...Það er yfirleitt hvassast á toppnum.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.2.2009 kl. 19:27

10 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Hvernig væri að sprútta þetta svolítið upp og koma fram í engu? Eða sofa hjá dómnefndinni?

Æ nei, það er jú Bachelor... smá að ruglast hérna...

Áfram fegurð!

Rúnar Þór Þórarinsson, 1.3.2009 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband