Læknar og netið

Ég held að svona yfirlýsingar séu óþarfar á Íslandi, ég þurfti að nota læknisþjónustu í gær.  Ég fékk hringingu frá skóla örverpisins, hún var í skólanum og hafði lent í slysi.  Ég fór strax að sækja hana og fór ég með hana til heimilislæknisins okkar.  Hann vildi senda okkur á slysavarðstofuna, vegna gruns um brot.   Á meðan ég var hjá heimilislækninum mundi ég eftir því að mig vantaði fljótlega ákveðið blóðþrýstingsmeðal og pantaði ég það, hann fór í tölvuna og hókus pókus lyfseðillinn var kominn í einhverja gátt, og ég gat valið í hvaða apótek ég færi till þess að sækja lyfið.  Heart  Ég fór með örverpið á slysavarðstofuna, þar var tekið vel á móti okkur.  Það tók tvo klukkutíma að fá röntgen og greiningu á örverpinu.  Hún var tábrotin, svo þurfti ég að sannfæra barnið um það að læknirinn þyrfti að laga brotið.  Hún þverneitaði að láta lækni koma nálægt sér.  Læknirinn gaf mér 10 mínútur til þess að sannfæra barnið um nauðsyn þess að laga brotið.  Ég byrjaði á góðu nótunum, örverpið varðist vel og neitaði allri læknishjálp.  Þá byrjuðu hótanirnar hjá mér, ég sagði jæja ef þú leyfir lækninum ekki að laga brotið.  W00t  Þá held ég ekki uppá afmælið þitt eftir þrjár vikur, örverpið sagði mér er alveg sama.  Og ég þráttaði við hana, um hitt og þetta.  Svo gafst ég upp og sagði, táin verður löguð sama hvað þú segir.  W00t  Þegar læknirinn góði kom, sagði ég við hann ég ræð og táin verður löguð.  Ég þurfti að halda henni á meðan hún var deyfð, og öskrin heyrðust um alla slysavarðstofuna.  Svo nokkrum mínútum seinna var táin rétt af við annað álíka öskur og heyrðist fyrr.  Þegar táin hafði verið rétt af, leið örverpinu miklu betur í tánni og batinn byrjaði.  Ég var samt svo reið, að barnið gæti hegðað sér svona illa á slysavarðstofunni.  Starfsfólkið þar á heiður skilinn fyrir fljóta og góða þjónustu.   Takk fyrir okkur


mbl.is Læknar vilja friðhelgi á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

já þau geta verið ansi skemmtileg þessi börn. Maður hefur sko líka lent í þessu og ég brást við alveg eins og þú. Hrikalegt þegar maður kemur með einhverja hótun sem við teljum að muni snarvirka að þá er barninu slétt sama!!! En gott að allt fór vel að lokum.

Knús inn í þína helgi krútta.

Tína, 5.3.2009 kl. 15:43

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ERFITT stundum þetta líf

Hólmdís Hjartardóttir, 5.3.2009 kl. 17:23

3 Smámynd: Sigrún Óskars

æ æ vona bara að táin grói fljótt.

Verður haldið uppá afmælið??

Sigrún Óskars, 5.3.2009 kl. 17:53

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jú það verður haldið uppá afmælið, táin var löguð   Þrátt fyrir valdbeitingu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.3.2009 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband