Fjölmennur göngutúr

Þegar ég fór út að ganga með hundinn minn í kvöld, komu 3 af börnunum mínum,  minn fyrrverandi eiginmaður og einn köttur með.  Við gengum hraustlega ég í fararbroddi með hundinn í bandinu, svo tvær dætur mínar svo sonurinn og minn fyrrverandi og kötturinn rak lestina.  Veðrið var með eindæmum gott, logn og smá frost.  Dæturnar kvörtuðu yfir því að ég gengi of hratt, þá hægði ég ferðina og kvartanirnar hættu.  Það er ótrúlegt hvað manni líður alltaf vel eftir þessa göngutúra.  Ég mæli með því að fara út að ganga, það er góð heilsurækt.  Woundering   Ein sem gengur of hratt. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband