10.3.2009 | 12:01
Vonleysi
Hvar ætlar þetta að enda? Ég er orðin algjörlega vonlaus. Allar þessar sjóðþurrðir, peningar horfnir, fólk á köldum klaka. Ekki eru horfur okkar Íslendinga góðar, mér finnst fólk almennt farið að missa vonina. Ég vil sjá breytingar á stjórnskipun okkar Íslendinga. Að svona geti aldrei komið fyrir aftur. Að fólk geti notað almannafé til áhættufjárfestinga. Ég er nýbúin að skrá mig í Borgarahreyfinguna og tel ég að það sé eina framboðið fyrir komandi kosningar sem lofar breytingum.. Lagfæra kerfið, það er það sem þarf að gera. Eða bara búa til nýtt kerfi.
Íbúðalánasjóður átti milljarða hjá Straumi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Borgarahreyfingin - Þjóðin á Þing. Þetta slagorð höfðar meira og meira til mín. Þessir atvinnupólitíkusar eru búnir að sýna okkur hvernig ekki á að stjórna landi. Fólk valið af handahófi gæti örugglega stjórnað landinu betur en þeir sem núna sitja á Alþingi.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.3.2009 kl. 12:05
Ég sé þig vonandi í kvöld:) ég var einmitt að skrifa nákvæmlega þetta sem þú ert að segja í ræðuna mína - hér er niðurlagið - algerlega ólesið yfir en ég vona að það gefi þér smá von.
Við ætlum að byggja brú fyrir almenning inn á þing – vera rödd ykkar – talsmenn ykkar en síðast en ekki síst – fá ykkur sem hafið unnið að samfélagsumbótum og mannúð bak við tjöldin til að bjóða ykkur fram. Við þurfum ekki leiðtoga – við þurfum samstöðu og samvinnu – við sem einstaklingar, getum breytt heiminum en það mun ekkert gerast nema að við gerum eitthvað. Við erum þjóðin – við erum kerfið – við eigum þingið.
Birgitta Jónsdóttir, 10.3.2009 kl. 13:33
Ussuss ..ég held mig við Jóhönnu mína og trúi og treysti henni fullkomlega til að bursta vel rykið af gömlum óvönduðum vinnubrögðum Sjálfstæðisflokksins undanfarin fjölmörg ár ... og tukta til þá sem þarf í leiðinni! Hún á eftir að koma sterk út í komandi kosningum - tala nú ekki um ef hún tekur að sér formennskuna líka!
Knúsknús í þitt hús Jóna mín!
Tiger, 10.3.2009 kl. 15:51
Ég tel að svartsýni sé óþörf Jóna mín og að fjármunum verði náð aftur að mestu í því stóra dómsmáli sem nú mun hefjast á næstunni og ljúka líklegast á næsta ári.
Borgarahreyfingin er þó áhugaverð og fagna ég að þú hafir fundið þig í henni í ágætum félagsskap Birgittu og fleiri góðra einstaklinga. Það verður áhugavert að sjá hvort hreyfingin nær inn á þing í næstu kosningum.
Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 18:34
Birgitta og aðrir sem eru að bjóða sig fram hafa ekki fyrir því að commentera eða svara posti er sendist til þeirra á mbl.
En allar breytingar innan flokkakerfisins eru af hinu góða.
Anna Ragna Alexandersdóttir, 10.3.2009 kl. 20:39
Búa til nýtt kerfi! Ég styð nýtt kerfi! Þessvegna styð ég kröfuna um "stjórnlagaþing", þar geri ég kröfur um að hinn almenni borgari komi að gerð nýrrar stjórnarskrár, sem síðan leiðir til þess, að við stofnum nýtt lýðveldi.
En til þess að ná þessu fram, og líka til þess að skapa vinnufrið fyrir rannsókn Evu Joly, held ég að affarasælast sé að kjósa áfram þá stjórn sem nú er við völd sem nokkurskonar vinnustjórn, þar til stjórnlagaþing hefur lokið sínum störfum og við kjósum upp á nýtt samkvæmt nýrri Stjórnarskrá.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.3.2009 kl. 21:17
Ég styð það sem Lilja er leggja fram
Anna Ragna Alexandersdóttir, 10.3.2009 kl. 22:48
sennilega rétt hjá Lilju..er dál smeyk
Hólmdís Hjartardóttir, 11.3.2009 kl. 03:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.