Svona á að gera til, hamingju VR og Kristinn Örn

Það er greinilegt að hinn almenni VR félagsmaður vildi ekki að sjálftökumaðurinn Gunnar Páll héldi uppteknum hætti í sinni stjórnmennsku.  Maður sem á að vera að vinna fyrir bættum hag félagsmanna á ekki að vera á 10 földum launum hins almenna manns.  Þessir menn sem hæstu launin hafa, fá svo bíla og allskonar bitlinga hér og þar.  Á meðan fólk sem þeir eru að semja fyrir um smáaura á varla til hnífs og skeiðar..  Vonandi fylgja aðrir verkamenn, og fagmenn fordæmi VR félaga og kjósa spillingar og sjálftökuliðið burt.  Það er löngu tímabært. 


mbl.is Kristinn kosinn formaður VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég er sammála því að einkar ánægjulegt sé að sjá þessa endurnýjun hjá VR.

Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 18:42

2 Smámynd: Eygló

gleymdu ekki að hann var í klúbbi sem sá um að mylja undir þá sem líklega áttu meira en nóg fyrir. Hvaða gúbbi var það sem samþykkti að felldar yrðu niður græðgiskuldir/-lán bankastjórnartoppanna. Lán f. hlutabréfum felld.?

Djö.. óbeit sem maður hefur á þessu fólki. Ég vil ekki vera svona illa þenkjandi, ræð bara ekki ennþá við það gagnvart aurapúkunum sem hafa lifað í vellystinum og senda reikninginn á þjóðina = okkur = mig og þig og alla hina! grrrrrrrrrrrrr ógeð.

Eygló, 11.3.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband