12.3.2009 | 00:46
Eigum við ekki við sama vanda að etja?
Hollur og góður matur, grænmeti og ávextir hafa hækkað mikið í verði á undanförnum mánuðum. Þegar þröngt er í búi, hlýtur maður að kaupa það hagkvæmasta sem fæst í þeirri verslun sem maður verslar við. Unnar kjötvörur eru oftast ódýrasti kosturinn þegar ég versla. Samt reyni ég að kaupa ekki unnar kjötvörur nema örsjaldan. Innmatur og svið hafa fengist ódýrt í Bónus í haust, en ekki étur maður innmat og svið alla daga. Svo finnst mér úrvalið hafa minnkað í grænmetis og ávaxtakælinum í versluninni sem ég versla oftast við...
Holl fæða of dýr í kreppunni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ha ha ha ég er búin að kaupa bjúgu 3x á árinu!!! Kaupi þau venjulega svona einu sinni á ári : ) (eins og þau eru nú holl! eða? :)
Með grænmetið og ávextina hlýtur að vera eðlilegt núna. Dýr innflutningur og gjaldeyrisnotkun. Mér finnst nóg með bara banana, epli og appelsínur í dýrtíðinni! Það þurfa svo sem ekki að vera ógrynni lítt þekktra ávaxta og grænmetis til þegar peningana þarf hvort eð er að nota í "annað"
Eygló, 12.3.2009 kl. 01:30
Það er grátleg staðreynd að á okkar tímum hefur mesta ruslfæðið ævinlega verið "billegast".
Halldór Egill Guðnason, 12.3.2009 kl. 01:33
Mig vantaði Vorlauk og Púrrulauk um daginn en ég fékk það ekki í minni verslun. Yfirleitt var þetta alltaf til.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.3.2009 kl. 01:34
Ég er alveg sammála þessu með að fólk muni minnka kaup á hollum og dýrum mat og fara í ódýrari mat og sú þróun er þegar byrjuð.
Hannes, 12.3.2009 kl. 01:34
Sæl Jóna Kolbrún.
Ég er orðinn vandlátur á hvað ég læt ofan í mig,og grænmeti og ávextir eru ekki að lækka ,sé ég. En ruslfæðinu er mokað af fullum þunga í kælikistur matvælaverslannanna og þar er innfalin ein af orsakavöldum margra sjúldóma svokölluð E-efni sem eru ROTVARNAREFNI og litarefni og ég veit ekki hvað og hvað.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 02:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.