12.3.2009 | 02:30
Loksins góður dómsmálaráðherra
Eða eins og Sverrir Stormsker segði "dómsmálaráðherfa".
Það er eins og ferskur andblær þegar þessi kona Ragna Árnadóttir talar. Ég fagna því að hún sé ópólitísk, og hún virðist hafa bein í nefinu. Allavega líkar mér málflutningur hennar. Eva Joly er eins og himnasending fyrir okkur sem vorum orðin vonlaus um lausnir og ákærur. Ég vona að enginn verði undanskilinn þegar alvöru rannsókn, með handtökum og húsleitum byrjar. Rannsóknarnefndin verður vonandi óháð, og fær að afla sér gagna hvernig sem þræðir liggja í svindlinu. Krosseignatengslin og ættfræðin skipta miklu máli í þessari stóru rannsókn sem framundan er.
Hægt að nýta sambönd Joly | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég ráðlegg fólki að kynna sér stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar á þessu netfangi -> http://www.borgarahreyfingin.is/ <- Þarna ættu margir að finna samsvörun. Allavega þeir sem hafa verið óánægðir, vegna hrunsins og hvernig farið var með almannafé og auðlindir okkar Íslendinga.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.3.2009 kl. 02:38
Hún Ragna er tær snild, enda var afi hennar f.v. bæjarstjóri á Neskaupstað.
Borgarahreyfingin á rétt á sér en að koma rétt fyrir kosningae er ekki boðlegt.
Bernharð Hjaltalín, 12.3.2009 kl. 06:13
Ópólitísk, já það líst mér vel á.
Ég man einmitt eftir einum manni sem lengi var "óháður" í borgarstjórn Reykjavíkur, hann er ekki lengur ópólitískur, hann heitir Dagur B. Eggertsson.
Hversu lengi verður Ragna, ópólitísk/óháð eða hvaða nafni við viljum nú nefna það ?
Ingólfur Þór Guðmundsson, 12.3.2009 kl. 07:28
Við getum ekki dæmt Rögnu þannig Ingólfur minn. Dæma þarf hana sem einstakling og ég tel hana ganga vel til verka og styðja við bakið á Joly.
Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 18:38
Að vera ópólitískur er að vera ekki yfirlýstur stuðningsmaður ákveðins framboðs eða flokks. Allir eru pólitískir að einhverju marki en ekki flokksbundnir eða stuðningsmenn ákveðinna framboða. Það er mitt mat.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.3.2009 kl. 01:48
það var gott framtak að fá Evu Joly
Sigrún Óskars, 13.3.2009 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.