18.3.2009 | 02:08
Breytingar á borginni okkar
Ég hef unnið á bar við Laugaveginn undanfarin 11 ár. Á Laugaveginum er alltaf fjör, nema núna. Undanfarna mánuði hef ég tekið eftir því að það er færra og færra fólk á ferli, rúnturinn er að deyja út. Í kvöld þegar ég var í vinnunni sá ég varla bíl keyra niður Laugaveginn. Svo þegar vaktin mín var búin um 12 leitið, var ekki bíla að sjá. Ekki einu sinni í bílastæðunum við Laugaveginn. Ég fann svona tilfinningu eins og Palli var einn í heiminum
Mér fannst ég vera ein í heiminum, ekkert líf við þessa lífæð okkar Reykvíkinga. Svona birtist kreppan mér.
Athugasemdir
Enda bensínið dýrt Jóna mín
Hilmar Gunnlaugsson, 18.3.2009 kl. 02:10
æ við eigum eftir að finna meira fyrir þessu....ætla að kíkja á barinn til þin áður en ég flý land
Hólmdís Hjartardóttir, 18.3.2009 kl. 02:22
Svona upplifun segir meira en margar félagsfræðikannanir. Get sjálf "tekið út" smábæ úti á landi á fimm mín. Bara með því að labba eftir aðalgötunni og taka púlsinn. Reyndar líka Laugaveginn. Er bara svo sjaldan þar, sérstaklega að kvöldlagi, enda sérð þú alveg um þetta Jóna mín.
Munum samt að Laugavegurinn á sér ris og hnig -og mun rísa aftur
Á hvaða bar vinnur þú annars ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.3.2009 kl. 02:35
Þetta er "myndbirting" sem ég er búin að eiga von á alveg frá áramótum. Velti því fyrir mér hvernig sumarið verður
Sigrún Jónsdóttir, 18.3.2009 kl. 07:31
Jóna, ég er búin að opna fyrir þér.
Þetta er hálf undarleg tilvera orðið *hrollur*
Ragnheiður , 18.3.2009 kl. 10:26
Úff, og þegar mannlífið sem hefur einkennt lífæð borgarinnar hvað tekur þá við
Mig langar líka til að vita á hvaða bar þú vinnur? Kem kannski og heimsæki þig þangað næst þegar ég verð í borginni þar sem við sjáumst ekki á mótmælum
Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.3.2009 kl. 12:44
Ég vinn á Laugarvegi 72. Barónspöbbinum
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.3.2009 kl. 14:05
Ég er ekki hissa á því þó að það sé minna af fólki á rúntinum enda þarf fólk að skera við sig og byrjar á að skera niður ýmsan óþarfa eins og að rúnta.
Hannes, 18.3.2009 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.