22.3.2009 | 01:32
Fækkun
Okkur sem búum hérna saman á Nesinu fækkaði um einn í dag. Þegar dóttir mín sem varð 19 ára í síðustu viku flutti að heiman í gær. Núna erum við bara þrjú sem búum hérna, ég og yngstu börnin mín tvö. Svo eru dýrin okkar sem eru núna fleiri en mannfólkið. Hundurinn minn og kettirnir þrír eru í meirihluta á heimilinu núna. Ég á eftir að sakna hennar Heiðu sem hleypti heimdraganum í gær. Hún flutti alla leið upp í Seljahverfi. Ég vona að hún flytji aftur heim fljótlega
Athugasemdir
Sæl Jóna.
Já, börnin vaxa upp yfir okkur áður en við vitum af og svo eru fuglarnir flognir...............en þeir muna hvar HREIÐRIÐ er !
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 01:52
Þetta er gott merki um að þú ert óðum að verða gömul og þarft bráðum að fara á elliheimili.
Þetta er galli við að eiga börn að þau minna alltaf foreldrana á hvað þau eru gömul.
Kveðja Hannes.
Hannes, 22.3.2009 kl. 02:37
Hún er þó á höfuðborgarsvæðinu - fór ekki langt. Skil þig samt.
Sigrún Óskars, 22.3.2009 kl. 13:33
Jamm og já, er sjálfur búinn að upplifa þetta. Dóttirin harðgift, og vel gift, afadrengirnir tveir.
Sonurinn er bara sextán svo ég vona að hann hafi vit á því að njóta æskunnar sem lengst.
Annars er allt fínt að frétta af honum. Ætlu að hittast í Færeyju í sumar, á Ólafsvöku, vona að hann verði meiri Færeyingur en Dani. Bestu kveðjur.
Þráinn Jökull Elísson, 23.3.2009 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.