Fækkun

Okkur sem búum hérna saman á Nesinu fækkaði um einn í dag.  Þegar dóttir mín sem varð 19 ára í síðustu viku flutti að heiman í gær.  Núna erum við bara þrjú sem búum hérna, ég og yngstu börnin mín tvö.  Svo eru dýrin okkar sem eru núna fleiri en mannfólkið.  Hundurinn minn og kettirnir þrír eru í meirihluta á heimilinu núna.  Ég á eftir að sakna hennar Heiðu sem hleypti heimdraganum í gær.  Hún flutti alla leið upp í Seljahverfi.  Ég vona að hún flytji aftur heim fljótlega W00t  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jóna.

Já, börnin vaxa upp yfir okkur áður en við vitum af og svo eru fuglarnir flognir...............en þeir muna hvar HREIÐRIÐ er !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 01:52

2 Smámynd: Hannes

Þetta er gott merki um að þú ert óðum að verða gömul og þarft bráðum að fara á elliheimili.

Þetta er galli við að eiga börn að þau minna alltaf foreldrana á hvað þau eru gömul.

Kveðja Hannes.

Hannes, 22.3.2009 kl. 02:37

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Hún er þó á höfuðborgarsvæðinu - fór ekki langt. Skil þig samt.

Sigrún Óskars, 22.3.2009 kl. 13:33

4 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Jamm og já, er sjálfur búinn að upplifa þetta. Dóttirin harðgift, og vel gift, afadrengirnir tveir.

Sonurinn er bara sextán svo ég vona að hann hafi vit á því að njóta æskunnar sem lengst.

Annars er allt fínt að frétta af honum. Ætlu að hittast í Færeyju í sumar, á Ólafsvöku, vona að hann verði meiri Færeyingur en Dani. Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 23.3.2009 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband