10.4.2009 | 01:56
Sannleikurinn er sagna bestur
Hvenær kemur að því að þingmenn SjáLftökuFLokksins byrji á því að segja sannleikann? Núna eru allir saklausir sem hvítvoðungar, en ókunnugt fólk sem ráðið var til fjáröflunar FLokksins sökudólgar. Og hvernig er það með hina flokkana, Samspillinguna og Framsókn? Hvenær verður bókhald þeirra opnað? Þannig að hinn venjulegi kjósandi geti myndað sér upplýsta skoðun og kosið þá sem eru ekki á kafi í spillingarmálum. Ég ráðlegg fólki sem situr á hinu háa Alþingi að segja sannleikann svona til tilbreytingar..
Það logar allt stafnanna á milli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í pólitík á Íslandi má ljúga smá (stundum ekkert smá) - ef það kemst upp þá erum við hvort sem er svo fljót að gleyma. Enginn þarf að axla ábyrgð í alvörunni og enginn segir af sér. Hvenær ætli þetta breytist ??
Sigrún Óskars, 10.4.2009 kl. 10:08
Gleðilega Páska og ljúfar notalegar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.4.2009 kl. 17:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.