5 dagar til kosninga

Og enginn flokkur er byrjaður að segja okkur  hvað eigi að gera eftir kosningarnar, nema Borgarahreyfingin.  Ég hef verið dugleg að fylgjast með fréttum og framboðsfundunum sem sýndir eru í sjónvarpinu.  Ég horfði á Silfur Egils í gær Lára Hanna var frábær eins og venjulega, Páll Ásgeir og Björn Þorri.  Það vantar lausnir og að fólk spyrji sig ýmissa mikilvægra spurninga.  Hvað vil ég?  Hvar eru lausnirnar?  Hver ætlar að taka af skarið og segja okkur sannleikann?  Borgarahreyfingin er aflið þar sem venjulega fólkið, þetta óspillta bíður sig fram.  Stefnuskráin er ekki löng og aðgerðaáætlunin ekki flókin.  Ég vona að fólk kynni sér stefnu Borgarahreyfingarinnar, þjóðin á þing er málið.  X-O  Ps: Ég fór að sjá Draumalandið í gær, myndin er frábær ádeila á álvæðingu þjóðarinnar og fólkið sem tók þátt í álvæðingunni.  Ekki fleiri álver til Íslands, notum frekar orkuna sjálf fyrir okkur og íslenska framleiðslu... 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Það veit sá sem allt veit að ég er alveg ringluð og er ekki búin að ákveða hvað ég kýs.  Eitt er ég þó alveg viss um að það verður ekki einn af gömlu flokkunum og ekki má skila auðu - sagði hún amma mín mér.

Ég held samt að það er sama hverjir verða við völd, það á eftir að taka mörg, mörg ár fyrir þjóðina að rétta úr kútnum.  Vonum samt það besta.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 20.4.2009 kl. 12:35

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús til þín frá mér.....:0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.4.2009 kl. 12:47

3 identicon

þú færð "sannleikann" á þig af fullum þunga fljótlega...því miður held ég að þjóðinn veitti ekki af skútufarmi til að horfast í augu við "sannleikann"bara mín tilfinningin fyrir málum....

zappa (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband