1.5.2009 | 02:38
Fjárfesting
Ég skrapp í heimilistækjaverslun í gær og keypti mér nýtt sjónvarp. Það var löngu tímabært, þar sem ég hafði sjónvarp frumburðarins míns að láni. Frumburðurinn flutti í eigin íbúð í nóvember og fékk hún lánað lítið sjónvarpstæki hjá bróður sínum. Ég hafði hennar tæki til afnota og vildi hún ekki taka það frá mér. Ég var búin að ákveða að kaupa ekkert á þessu ári, nema að það væri nauðsyn. Ég var búin að safna mér smá pening og átti ég fyrir sjónvarpinu. Ég skellti mér á 37" flatskjá frá Toshiba, VÁ þvílíkur munur. Ég skilaði dóttur minni sjónvarpinu hennar, það var "bara" 28" túbu sjónvarp.
Svo fór ég loksins með fartölvuna sem ég keypti mér í desember í viðgerð, í sömu verslun. Tölvan var alltaf eitthvað léleg, ég held að örgjörfinn í henni sé gallaður. Núna blogga ég í lánstölvu frá sama fyrirtæki. Ég þarf víst að bíða í 2 vikur eftir tölvunni minni. Það er smá sárabót að fá lánaða aðra tölvu endurgjaldslaust frá söluaðilanum.
Athugasemdir
Jóna mín, fékkst þú ekki blómvönd frá fyrirtækinu sem þú verslaðir við??
Til lukku með nýja tækið
Sigrún Jónsdóttir, 1.5.2009 kl. 10:58
Kæra Huxa.
Ég ætla svo sannarlega að vona að þú verðir heppnari en við í þessari fjölskyldu varðandi raftækjakaup. Ef við fjárfestum í raftækjum má gera því skóna að viðkomandi hlutur sé annað hvort bilaður eða ónýtur og þörf á nýjum. Dóttir mín keypti sér 32 tommu flatskjá fyrir ca. tveimur mánuðum, sá fyrsti var gallaður og fékkst aldrei hljóð og þeim næsta var skutlað í viðgerð fyrir tveimur vikum út af ókennilegu suði. Þegar loks fékkst "leyfi" til þess að sækja hann þurfti hún að borga kr. 3.000 vegna þess að ekkert fannst að tækinu (skil það ekki). Núna er skjárinn upp á vegg og ekki næst mynd á hann. Þetta nýja dót er tómt drasl að mínu áliti, sama hvað það kostar.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 1.5.2009 kl. 21:42
Minn fíni flatskjár virkar alveg ágætlega, sonur minn skrúfaði fótinn undir hann stakk honum í samband og kveikti á honum og viti menn við sáum mynd. Risastóra flotta skýra mynd.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.5.2009 kl. 02:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.