Skjaldborgin er tjaldborg

Ég vorkenni öllum sem lenda svona milli steins og sleggju.  Enginn á að þurfa að upplifa svona aðgerðir lánastofnana á Íslandi í dag.  Ég kannast aðeins við Ægi þar sem hann er bróðir vinkonu minnar.  Það er skömm að því hvernig farið hefur verið með okkur sem skuldum. 

 Bankarnir, fjárfestarnir og innistæðueigendurnir fá allt sitt, og með vöxtum.  Þeir sem skulda eru hundeltir og beittir miklum órétti að mínu mati. 


mbl.is Hundeltur af LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já það er skömm að þessu.

sandkassi (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 01:59

2 identicon

Sæl Jóna Kolbrún.

Þetta er heilmikil skömm fyrir þá sem vita af þessu,og hafa vald til að breyta því.....EN GERA EKKERT.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 02:00

3 identicon

þú getur nú ekki sagt að þeir séu allir hundeltir sem skulda...sennilega verða það bara þessir saklausu sem verða eltir útyfir gröf og dauða,hinir flytja til rússlands....

zappa (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 02:02

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

INTRUM eru þeir sem eru að græða á þessu. LÍN ætti að geta samið og liðkað um fyrir þeim sem eru atvinnulausir. Það hjálpar engum að senda Intrum í að smyrja ofan á vandamálið, hærri skuld og svona Intrum vextir eru sannarlega ekki til að minnka vandann.

Ólafur Þórðarson, 6.5.2009 kl. 02:07

5 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Hef ekki ennþá orðið var við "sjúkratjald" en ég mun eflaust sjá einhver "sölutjöld" í kringum 17. júní - ætli það sé ekki þessi "tjaldborg" sem vinstri menn gefa okkur....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 6.5.2009 kl. 02:53

6 identicon

Ég er búinn að veðja á að LíN fái frumkvöðlaverðlaun 2009 fyrir að finna upp leið til að senda skuldir með manni í gröfina

Ægir Sævarsson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 09:59

7 Smámynd: Sighvatur Fannar Nathanaelsson

Það er ekki rétt hjá þér Jóna Kolbrún að það hafi verið slegin tjaldborg (þó svo að ég vildi það innilega því það væri auðvelt að brjótast út úr slíku í samanburði við það sem gert hefur verið) en ekki skjaldborg um heimilin í landinu. Hafa ber í huga við lestur þess sem hér á eftir kemur að skjaldborg er gamalt orð yfir virki. Íslensk heimili eru sannarlega innan virkismúra og stálrimla skuldafangelsis og múrarnir og rimlarnir hafa verið reistir svo rækilega í kringum öll heimili venjulegra Íslendinga að þeir fá sig hvergi hreyft. Skjaldborgin er ekkert annað en skuldafangelsi... ekki alveg það sem Íslendingar töldu að "skjaldborg um heimilin" ætti að verða en skjaldborg er það engu að síður, bara með öfugum formerkjum.

Sighvatur Fannar Nathanaelsson, 6.5.2009 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband