Ekki hef ég trú á því að nýir veitingastaðir geti gengið.

Ég er að vinna á veitingahúsi sem hefur frekar stóran og góðan viðskiptavinahóp, samt erum við að berjast í bökkum að halda staðnum gangandi.  Ég held að heildarsamdrátturinn undanfarna mánuði sé um 50%.  Fastakúnnarnir sem hafa verið mjög tryggir undanfarin 11 ár, eru að gefast upp vegna kreppunnar.  Fólk hefur minni peninga á milli handanna.  Á barnum þar sem ég vinn er verðlag frekar í lægri kantinum, samt er fólk að setja fyrir sig verðið á bjórnum, víninu og matinum.  
mbl.is Margir hafa hug á því að opna nýja veitingastaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Allir nema túristarnir, þeir gefa meira "tips" en áður.  Útlendingum finnst ódýrt að drekka á Íslandi í dag, allavega flestum norðurlandabúum. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.5.2009 kl. 03:15

2 Smámynd: corvus corax

Ég hef tekið eftir því að það sem vantar í miðbæinn eru fleiri veitingastaðir ...já, það sárvantar fleiri slíka.

corvus corax, 10.5.2009 kl. 05:05

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Veruleikafirringin er ennþá í fullum gangi

Sigrún Jónsdóttir, 10.5.2009 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband