13.5.2009 | 01:43
Ég hef aldrei skilið kynjakvóta
Mér finnst að kynið ætti ekki að skipta máli, bara það að hæfasta manneskjan fái starfið. Getur það ekki verið að kynjakvóti sé slæmur ef minna hæf manneskja er ráðin bara vegna kyns? Mér finnst að það skipti meira máli kynið en hæfnin. Auðvitað á hæfnin að vera í fyrsta sætinu. Ekkert annað er boðlegt.
Karl stendur upp fyrir konu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Jóna Kolbrún, Nei er alveg sammála þér og hef sjálfur bloggað um þetta.Það er nú bara svo að margir virðast ekki sjá þetta eða vilja ekki sjá þetta.Sá hæfasti á að sjálfsögðu að fá starfið en ekki eftir hvaða kyni einstaklingurinn er. Það á að hætta að horfa til klofsins á fólki og spá meira í hinn endann...höfuðið.
Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 01:52
Nákvæmlega, höfuðið skiptir meira máli.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.5.2009 kl. 01:55
Sæl Jóna Kolbrún. Ef þú værir í VG flokknum, þá værir þú gerð brottræk þaðan á "nóinu" fyrir þessi skrif þín. En mikið hefur þú rétt að mæla góða kona. Ég sé ekki að sóttst sé eftir kynjakvóta nema í "hæstu" stjórnunarstöðum. Femínistum er sko alveg nákvæmlega sama um "lægri" og erfiðari stéttirnar, þar mega karlar sko eiga sinn yfirgnæfandi meirihluta þeirra vegna. Þær vilja ekki sjá þeirra störf.
Kær kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 13.5.2009 kl. 02:02
<p>Ég er heppin að tilheyra ekki VG <img src="/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/W00t.png" border="0" alt="" align="absMiddle" /></p>
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.5.2009 kl. 02:12
Þetta er óskiljanlega tölvumálið í lokin
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.5.2009 kl. 02:13
sammála þér....en hvernig eigum við að ná fram jafnrétti?
Hólmdís Hjartardóttir, 13.5.2009 kl. 02:24
Jafnrétti og kynjakvóti eru tvö óskyld mál..
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.5.2009 kl. 02:26
Jú, Jóna Kolbrún ég held að þarna jafnréttihugsjónin í heiðri höfð, og það finnst mér virðingarvert. Að allir séu jafn réttháir sama hvort það er karl eða kona, séu þeir jafn hæfir.
- Fólk hefur stundum verið að leika sér að því að snúa út úr þessu, með orðhengilshætti en þetta er meiningin.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.5.2009 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.