Ég er í slæmum málum!

Ég drekk sykurlausann kóladrykk í lítravís daglega, núna er ekki bara sýran, og sætuefnið hættulegt.  Plastið hlýtur að vera skaðvaldur líka, svo fæ ég mér stundum bjór og drekk ég hann yfirleitt úr áldósum.  Ég er ekki hissa á öllum þessum nýju "sjúkdómum"  til dæmis ofvirkni og athyglisbrest, og allskonar smá raskanir eins og áráttu/þráhyggju raskanir.  Hversu slæmar afleiðingar eru af þessum drykkjarumbúðum, plastinu og álinu?  Ég hætti að nota álpotta fyrir mörgum árum vegna álmengunnar þeirra, svo kaupi ég bjór í áldósum.  Þetta er ekki hægt!!!  Það er verst hvað bæði gosið og bjórinn í flöskunum er dýrt, ég er hagsýn húsmóðir og kaupi bara það ódýrasta.  Ég hef ekki efni á öðru. 
mbl.is Plastefni mælist í þvagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Kannski ég ætti að útskýra þetta, ég á tvö börn með athyglisbrest og tvö með áráttu/þráhyggju raskanir.  Það er örugglega plastinu og álinu að kenna, þá álpottunum.  Ég smakkaði varla áfengi fyrr en öll börnin voru komin á legg. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.5.2009 kl. 00:19

2 identicon

Sæl Jóna Kolbrún.

Það er sannað að plast brýtur niður efni sem geymd eru í þannig umbúðum

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 00:38

3 Smámynd: Páll Jónsson

Jú, örugglega plastinu að kenna, spurning hvort Jónína Ben, fótanuddtæki eða einhverjir plástrar geti ekki reddað þessu.

When in doubt, snúðu þér að göldrum! 

Páll Jónsson, 19.5.2009 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband