19.5.2009 | 00:36
Tölvuraunir miðaldra húsmóður.
Ég var orðin frekar pirruð undanfarna daga, næstum því nýja tölvan mín var búin að vera í "viðgerð" síðan þann 30.4 svo ég fann símanúmer. Fyrst söluaðilans, þar var tölvan ekki. Svo fékk ég símanúmer viðgerðaraðilans, ég hringdi þangað og fékk ég að tala við manninn sem kíkti á tölvuna mína. Hann sagði að ekkert væri að tölvunni, það fauk nú í mig.
Hvernig gat maðurinn sagt að ekkert væri að tölvunni minni!!!! Ég er búin að vera í basli með hana alla rúmlega 4 mánuðina síðan ég keypti hana.. Ég er með nýja tölvu og þarf víst að sætta mig við það að hún er alltaf að frjósa eða fara í hægagang vegna þess að CPU er alltaf í 100% notkun.
Samt er ég bara að skoða moggann, eða hinar síðurnar sem ég heimsæki daglega. Ég get ekki haft MSNið opið og lesið moggann samtímis. AAAAARRRRRGGGG og garg. Ég þurfti að borga 4000 krónur til þess að fá tölvuna aftur í gær, ég sagði við afgreiðslumanninn sem afhenti mér tölvuna, að lánstölvan sem ég fékk á meðan þessi var í viðgerð væri miklu betri en þetta auma drasl. !!!
Athugasemdir
Er ekki ráð að hafa bara samband við Neytendasamtökin? Spyr sú sem ekki veit Alla vega ljóst að ný tölva á ekki að virka eins og þú lýsir!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.5.2009 kl. 01:32
fyrir hvað borgaðuru 4ooo kallinn,þú ættir að prufa græjuna sem ég er með á ferðalaginu mínu núna,hún gengur fyrir frostlegi....
zappa (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 01:37
4000 krónurnar eru lögbundið gjald ef ekkert finnst að "ætluðu viðfangsefni" Ég hefði ekki fengið tölvuna afhenta án þess að borga
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.5.2009 kl. 01:42
gastu ekki farið fram á nauðasamninga?annars er þetta ekkert nema rán,ég er að verða vitlaus á minni tölvu sem virðist vera í öðru tímabelti,svo ég kannast við hvað þetta er pirrandi...
zappa (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 01:50
Þú átt alla mína samúð. Þetta er óþolandi ástand
"Lögbundið gjald, ef ekkert finnst að ætluðu viðgangsefni"
Öllu má nú nafn gefa !
Hildur Helga Sigurðardóttir, 19.5.2009 kl. 01:53
hehe, mín tölva er allavega í réttu tímabelti. En mér finnst tölvan skárri eftir rannsóknina, hún hefur ekki frosið einu sinni í kvöld.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.5.2009 kl. 01:54
Oh, áttu svona tölvu sem þarf meiri athygli en aðrar Kannst við svoleiðis græjur
Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.5.2009 kl. 02:03
Ástæðan fyrir því að tölvur eru dyntóttar er sú að tölvur eru kvenkyns.
Axel Þór Kolbeinsson, 19.5.2009 kl. 09:12
Er tölvu greyið ekki enn í ábyrgð? Er ekki a. m. k. 1 árs ábyrgð ef ekki 2ja ára ábyrgð á þessum tölvum? Hjá hvaða tölvufyrirtæki keyptir þú þessa lélegu tölvu?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.5.2009 kl. 21:09
Tölvan er í ábyrgð í 2 ár, en vegna þess að ekki fannst vélarbilun í henni og enginn galli þurfti ég að borga skoðunargjaldið.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.5.2009 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.