20.5.2009 | 02:09
Ég hef verið að hugsa um þá!
Helstu spurningar mínar til þeirra eru þessar. Ætli þeir gangi stoltir um götur Reykjavíkur? Ætli þeir þori að láta sjá sig á almannafæri? Búa þeir í höllum sínum hérna? Eru þeir fluttir til útlanda? Eru þeir stoltir af verkum sínum? Fagna þeir ennþá umfjöllun um þá í fréttunum? Ætla þeir að borga skuldir sínar? Ætla þeir að gera allt sem í þeirra valdi er til þess að minnka tjónið, sem þeir hafa valdið þjóðinni? Ég yrði ekki hissa ef þeir væru allir fluttir tíl útlanda, bara til þess að vera ekki ofsóttir af reiðum almenningi. Ég hef heyrt sögur um reiði fólks, fólk hefur hótað að ganga út af veitingastöðum ef ákveðið fólk fær þar afgreiðslu og svipað. Ég er ekki hissa!!!
Hvar eru íslensku gulldrengirnir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki get ég ímyndað mér að þeim finnist þeir hafa gert nokkurn skapaðan hlut af sér. Finnst þeir sennilega ofsóttir og lagðir í einelti... blásaklausir. Held að siðferðið sé kannski þannig.
Eygló, 20.5.2009 kl. 22:27
Þeim finnst þeir örugglega afskaplega misskildir.......... og skilja síst í því sjálf!
Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2009 kl. 23:11
Þeir eru, hef ég heyrt, farnir af landi, eru núna að leiga eða kaupa villur í london og víðar. Finnst þeir vera fórnarlömb en ekki gerendur. Slík er siðvillan. Hef þetta eftir nokkuð áreiðanlegum heimildum.
Arinbjörn Kúld, 21.5.2009 kl. 01:31
Ég held að þeir séu hræddir við okkur almúgann, þeir fá hvergi frið. Þegar við erum reið, látum við það í ljós. Hvar sem er, hvenær sem er. Sem betur fer.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.5.2009 kl. 02:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.