24.5.2009 | 03:08
Það líður ekki langur tími
Þangað til ég verð smituð af þessari flensu (H1N1) Ég er að vinna á stað þar sem margir túristar koma á. Til dæmis, í gær komu hópar frá Kanada, Finnlandi og Ameríku þetta eru allt lönd þar sem flensan hefur verið um nokkurt skeið. Í kvöld var rólegt í vinnunni minni, bara einn túristahópur kom á barinn þau voru frá Hollandi. Það er kominn tími á það að ég fái flensu, síðast þegar ég veiktist af flensu var ég í nokkra mánuði að jafna mig, það var árið 1982. Ég krossa samt fingur og vona að ég sleppi við þessa flensu, eins og flensur undanfarinna 27 ára.
Svínaflensa á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég ætla svo sannarlega að vona að þú sleppir við þessa flensu eins og aðrar.
Ég er nú yfirleitt ekkert sérstaklega sótthrædd manneskja, en ég verða að segja eins og er að nú þegar við erum með lítið barn á heimilinu hef ég smá áhyggjur. Ég vona samt það best og að fjölskyldan sleppi við flensur hér eftir sem hingað til.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 24.5.2009 kl. 12:32
Innlitskvitt og kveðjur....:)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.5.2009 kl. 13:23
þú verður bara að setja upp maska. Við skulum vera bjartsýn og svo eigum við gott heilbrigðiskerfi ennþá.
Helga Þórðardóttir, 25.5.2009 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.